Fyrirkomulag

Heilsuvernd kynnir nýtt  fyrirkomulag um forvarnir, heilsueflingu og heilbrigðisþjónustu sem við höfum ákveðið að kalla Heilsusamlag.

Markmiðið er að bjóða einstaklingum reglubundna og markvissa fræðslu og ráðgjöf sem miðar að því að auka aðgengi að þjónustu, viðhalda heilsu og bæta eftirfylgni.

Í slagorði okkar kemur fram kjarni þess sem við teljum að skipti máli;

..því hver dagur er dýrmætur !!

Þess vegna höfum við sett saman fyrirkomulag áskriftar sem á að halda þétt utan um þá þætti sem við teljum að allir ættu að hafa til hliðsjónar þegar kemur að heilsu og vellíðan.

Kostnaður vegna þessarar þjónustu er 3.500 kr. á mánuði miðað við 12 mánaða binditíma áskriftar.

Hægt er að skrá sig og panta tíma í fyrsta viðtal í síma 510-6500 eða hv@hv.is

 

Þjónustuþættir

 1. Árleg heilsufarsskoðun

Hjúkrunarfræðingur tekur heilsufarssögu og framkvæmir mælingar á eftirfarandi heilsufarsþáttum með sérstakri áherslu á hjarta-, æða- og lífsstílssjúkdóma:

 • Hæð og þyngd og reiknaður út líkamsþyngdarstuðull / BMI
 • Ummálsmæling, mittis/mjaðmarhlutfall
 • Prósentuhlutfall fitu af líkamsþyngd
 • Blóðþrýstingur og púls
 • Skimun fyrir streitu og þunglyndi og ofnotkun áfengis

Í viðtali eftir mælingarnar er komið inn á almenna líðan og heilsufar, ættartengda áhættuþætti, hreyfingu, mataræði, hvíld og reykingar. Slíkt viðtal og mælingar taka að jafnaði 15-20 mínútur.

 

 1. Ráðgjöf hjúkrunarfræðinga í þjónustuveri
 • Almennar ráðleggingar varðandi veikindi
 • Ráðgjöf í heilsufarstengdum málefnum
 • Móttaka tímapantana
 • Endurnýjun lyfseðla í gegnum lækna Heilsuverndar
 • Óskir um vottorð vegna veikinda í samráði við lækna Heilsuverndar (greitt sérstaklega)
 1. Læknamóttaka
 • Öll almenn læknisþjónusta og heimilislækningar (tímagjald með afslætti 40%)
 • Rafrænar tímapantanir hjá lækni
 • Rafrænar endurnýjanir lyfseðla
 1. Rafræn fréttabréf
 • Fréttabréf doktor.is
 • Heilsupistill Heilsuverndar
 1. Lífstílsráðgjöf
 • Aðstoð við að breyta lífsstíl þínum
 • Fagleg og persónuleg ráðgjöf í tengslum við mataræði
 • Fagleg og persónuleg ráðgjöf um hreyfingu
 • Markmiðasetning
 • Aðhald og skráning mælinga
 • Reglubundið fræðsluefni

Skimun og skipulegt heilsufarseftirlit

Heilsuvernd leggur áherslu á að einstaklingar nýti sér þá möguleika sem standa til boða varðandi áherslur og skimanir samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis og erlendra fagaðila.

 • Skimun fyrir brjósta og leghálskrabbameini
 • Skimun fyrir ristilkrabbameini 50 ára og eldri
 • Skimun fyrir beinþynningu hjá konum 60 ára og eldri og þeim sem hafa þekkta áhættuþætti
 • Skimun fyrir ósæðavíkkun hjá karlmönnum 65 ára og eldri sem hafa reykt
 • Skoðun með tilliti til krabbameins í blöðruhálskirtli
 • Skoðun með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma
 • Skoðun með tilliti til lungnastarfssemi reykingafólks og þeirra með þekkta áhættuþætti
 • Mat með tilliti til kæfisvefns
 • Mat á sjón og heyrn einstaklinga
 • Tannvernd

Frekari upplýsingar: Sendið á hv@hv.is eða í síma 510 6500

HAFÐU SAMBAND

Einni er hægt að senda okkur línu á hv@hv.is eða hringja í síma 510 6500.