Karlaheilsa

Heilsuvernd býður uppá sérstakar heilsufarsskoðanir fyrir karlmenn.

Markmiðið með skoðuninni er að fá góða yfirsýn yfir þá heilsufarsþætti sem skipta máli miðað við aldursbil og áhættuþætti. Sérstök áhersla er lögð á það að gera einstaklingsbundið mat á áhættu fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini og ristilskrabbameini auk hjarta og æðasjúkdóma

Þær þættir sem skoðaðir eru:

 • Almenn fjölskyldusaga og áhættuþættir sjúkdóma
 • Mittis og mjaðmarhlutfall
 • Blóðþrýstingur, púls og súrefnismettun
 • Líkamsþyngdarstuðull
 • Fituprósenta
 • Skoðun á þvagi
 • Blóðrannsókn
 • Hjartalínurit
 • Öndunarpróf ef reykingsasaga eða áhættuþættir
 • Almenn læknisskoðun
 • Mat og ráðleggingar í kjölfar skoðunar og rannsókna

Allar frekari upplýsingar í gegnum síma 510-6500 eða á netfangið hv@hv.is