Fara á efnissvæði

Einstaklingsþjónusta

Heilsuvernd býður þjónustuþegum sínum upp á aðstoð og ráðgjöf á flestum þeim sviðum sem snúa að velferð einstaklinga, sálfræði- og læknisþjónustu, heilsufarsmælingar, streituráðgjöf, félagsráðgjöf, markþjálfun og fleira.

Salfraedi-medferd

Við leggjum áherslu á að veita fjölbreytta og faglega þjónustu sem löguð er að þörfum viðskiptavina okkar og að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks með því að efla heilbrigði og vellíðan.   

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðingarnir hjá Heilsuvernd þjónusta einstaklinga og fyrirtæki með sálrænan stuðning og fræðslu. Veitt er sálfræðiþjónusta, ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum hvers og eins, af reynslu, fagmennsku og í fullum trúnaði.

Heilsufarsskoðanir

Heilsuvernd býður upp á ýmsar heilsufarsskoðanir og heilsueflandi ráðgjöf, auk margháttaðra heilsufarsskoðanna í tengslum við iðnað, framleiðslu, flug, vátryggingastarfssemi og réttindi ýmis konar eins og fyrir vinnuvéla- og aukin atvinnuréttindi.

Streituskólinn

Sérfræðingar Streituskólans starfa í fjölfaglegu teymi sérfræðinga og ráðgjafa með fjölbreytta menntun og reynslu. Í boði er þjónusta fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa, vinnustaði, fyrirtæki, stofnanir, bæjar- og sveitarfélög.

Fjölskyldu, para og einstaklingsráðgjöf

Sérhæfðir ráðgjafar Heilsuverndar bjóða upp á einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf, meðferð og ráðgjöf um t.d. samskiptavanda, eflingu tengsla, jafnvægi einkalífs og starfs og önnur mál sem tengjast fjölskyldulífinu.

Ráðgjöf hjá næringarfræðingi

Hjá Heilsuvernd er boðið upp á einstaklingsráðgjöf hjá næringarfræðingi sem hentar vel þeim sem vilja skoða mataræði sitt, öðlast vellíðan og aukin lífsgæði.

Markþjálfun

Markþjálfun er fyrir hvern þann sem hefur metnað til þess að fá meira út úr lífinu og blómstra – þann sem vill með stuðningi markþjálfa virkja sína innri visku & styrk til þess að breyta draumsýn í veruleika á hvaða sviði lífsins sem er, t.d. varðandi heilsueflingu (heilsumarkþjálfun), samskipti, nám & störf, jafnvægi einkalífs og atvinnu, aukna lífsgleði og aukin lífsgæði.

Háls- og höfuðáverkamiðstöðin

Innan háls- og höfuðáverkamiðstöðvar Heilsuverndar vinnur þverfaglegt sérfræðingateymi með það að markmiði að greina og hlúa að höfuð og hálsáverkum.

Heilsuvernd ferðamanna

Heilsuvernd býður ferðamönnum upp á allar almennar og sértækar bólusetningar og ráðgjöf vegna ferðalaga erlendis.