Fara á efnissvæði
Maela-blodthrysting

Heilsufarsskoðanir

Heilsuvernd býður upp á ýmsar heilsufarsskoðanir og heilsueflandi ráðgjöf, auk margháttaðra heilsufarsskoðanna í tengslum við iðnað, framleiðslu, flug, vátryggingastarfssemi og réttindi ýmis konar eins og fyrir vinnuvéla- og aukin atvinnuréttindi.

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka heilsufarsskoðun.

Heilsufarsskoðanir eru forvarnamiðaðar og er markmiðið að veita hverjum einstaklingi innsýn í eigin heilsu og stuðla að snemmbæru inngripi í heilsufarsvandamál.

Í ráðgjafaviðtali í heilsufarsskoðun er komið inn á almenna líðan og heilsufar, áhættuþætti, hreyfingu, mataræði, hvíld og tóbaksnotkun. Ef niðurstöður heilsufarsskoðunar gefur til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf fær starfsmaður viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi. 

Ítarleg heilsufarsskoðun með hjartaálagsprófi

Tekin er ítarleg heilsufarssaga og nákvæm líkamsskoðun. Leitað er m.a. að einkennum hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, efri öndunarfærasjúkdóma og sykursýki, nýrnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma, stoðkerfis- og taugasjúkdóma. Andleg líðan og streita er metin og áhrif þess á heilsu viðkomandi. 

Skoðanirnar eru sniðnar að aldursbilum einstaklinga og innifela meðal annars í sér eftirfarandi þætti: 

  • Ítarlegur spurningalisti varðandi heilsufar og ættarsögu 
  • Þyngd, hæð og útreiknun líkamsþyngdarstuðuls (BMI) 
  • Líkamsgreining (fituprósenta, vöðavmassi og vökvahlutfall) 
  • Blóðþrýstingur og púls 
  • Blóð og þvagrannsókn með tilliti til áhættuþátta 
  • Áhættumat fyrir krabbameini og tilvísun í frekari rannsóknir ef þörf er talin á því 
  • Öndunarmæling (spirometry) 
  • Hjartalínurit 
  • Hjartaálagspróf framkvæmt (nema þegar frekar er mælt með öðrum hjartarannsóknum) 
  • Almenn læknisskoðun 

Í lok skoðunar eru veittar ráðleggingar í samræmi við niðurstöður. 

Um er að ræða umfangsmikla heilsufarsskoðun í forvarnarskyni sem tekur að jafnaði um 45-70 mínútur og er framkvæmd í húsnæði Heilsuverndar í Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogi. 

Heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf

Heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi 

Lífstílsráðgjöf er sérstaklega ætluð þeim sem vilja taka stöðuna á eigin heilsu og jafnvel taka heilsuna sína í gegn með aðstoð og stuðningi.

Í skoðuninni er bæði líkamleg og andleg líðan metin og hjúkrunarfræðingur veitir persónulega ráðgjöf, sem byggð er á niðurstöðum mælinga og heilsufarssögu, um hvað þarf að gera til að viðhalda og/eða bæta heilsuna.

Einnig er kostur á að koma í eftirfylgni og endurmat hjá hjúkrunarfræðingi til að styðja við langtímaárangur af lífsstílsbreytingum.  

Hver skoðun er einstaklingsmiðuð. Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarssögu og framkvæmir eftirfarandi mælingar og ráðgjöf: 

  • Blóðþrýstingur
  • Púls
  • Blóðsykur
  • Kólesteról
  • Hemóglóbín
  • Hæð
  • Þyngd
  • BMI
  • Inbody - greining (aðeins gert í Reykjavík)
  • Spirometria
  • Andleg líðan
  • Markmiðasetning
  • Heilsueflandi ráðgjöf 


Athugið að í þessari skoðun er ekki blóðprufa.

Heilsufarsskoðanir og vottorð fyrir skólavist eða atvinnu erlendis

Farið er yfir bólusetningar og þá heilsufarsþætti sem þarf að votta fyrir. Mikilvægt að hafa meðferðis öll viðeigandi skjöl og pappíra. Athugaði að verð eru breytileg eftir þeim bólusetningum og rannsóknum sem þarf að framkvæma. 

Læknisvottorð vegna skotvopnaleyfa

Heilsufarsskoðun til umsóknar á skotvopnaleyfi eða endurnýjun. 

Heilsufarsskoðanir vegna vinnuvéla og aukinna ökuréttinda 

  • Heilsufarsskoðun vegna vinnuvélaréttinda á krana ásamt aukinna ökuréttinda (meirapróf) 
  • Kranapróf (A, B, C, D og P) 
  • Meirapróf (B-far, C1, CE, D1E, DE) 
  • Nánari upplýsingar á samgongustofa.is og vinnueftirlitid.is 

Vottorð um heilsufar kjörforeldra, stuðningsforeldra og fósturforeldra 

Heilsufarsskoðun og vottorð til umsóknar um að gerast kjörforeldri, stuðningsforeldri eða fósturforeldri. 

Skipting lífeyrisréttinda 

Heilbrigðisvottorð vegna vegna umsóknar um skiptingu ellilífeyrisréttinda. 

Þar sem form vottorða eru mismunandi eftir lífeyrissjóðum er mikilvægt að hafa meðferðis heilbrigðisvottorð til útfyllingar frá þínum lífeyrissjóði.  

Tryggingaskoðanir 

Heilsuvernd sinnir heilsufarsskoðunum fyrir eftirfarandi tryggingafélög: TM, Sjóvá og VÍS. 

Athugið að beiðni frá tryggingafélagi þarf að hafa borist áður en hægt er að bóka tíma í skoðun. 

Aðrar skoðanir 

Hafir þú spurningar eða óskar eftir heilsufarsskoðun af öðrum ástæðum en hér að ofan getur þú haft samband við Heilsuvernd í síma 510-6500 eða sent á fyrirspurn á hv@hv.is fyrir frekari upplýsingar.