Heilsufarsskoðanir

Það er öllum ljóst hversu mikilvægt er að hugsa um eigin heilsu, reglubundin heilsufarsskoðun er liður í því að viðhalda henni.
Heilsuvernd býður einstaklingum upp á ýmsar heilsufarsskoðanir og ráðgjöf.

Heilsufarsskoðun hjá hjúkrunarfræðingi og ráðgjöf

Hjúkrunarfræðingur tekur stutta heilsufarssögu og framkvæmir mælingar á eftirfarandi heilsufarsþáttum með sérstakri áherslu á hjarta- og æðasjúkdóma:

 • Blóðþrýstingur og púls
 • Heildarkólesteról
 • Blóðsykur
 • Hæð og þyngd og reiknaður út líkamsþyngdarstuðull
 • Ummálsmæling
 • Ráðgjöf hjúkrunarfræðings

Í viðtali eftir mælingarnar er komið inn á almenna líðan og heilsufar, atvinnu- og ættartengda áhættuþætti, hreyfingu, mataræði, hvíld og reykingar. Ef niðurstöður rannsókna gefa til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf eru veittar viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.

Tímalengd: 15-20 mínútur.

Ítarleg heilsufarsskoðun og lífstílsráðgjöf

Hjúkrunarfræðingur tekur heilsufarssögu og framkvæmir mælingar á eftirfarandi heilsufarsþáttum:

 • Blóðþrystingur
 • Púls
 • Blóðsykur
 • Kólesteról
 • Hemóglóbín
 • Hæð
 • Þyngd
 • BMI
 • M/M hlutfall
 • Fitu %
 • Spirometria
 • Andleg vellíðan

Að auki er farið yfir:

 • Hreyfiplan
 • Matarplan
 • Markmiðasetning
 • Áhættumat fyrir hjarta-og æðasjúkdóma

Lífstílsráðgjöf er sérstaklega ætluð þeim sem vilja taka stöðuna á eigin heilsu og jafnvel taka heilsuna sína í gegn með aðstoð og stuðningi. Í skoðuninni er bæði líkamleg og andleg líðan metin og hjúkrunarfræðingur veitir persónulega ráðgjöf um hvað þarf að gera til að viðhalda og/eða bæta heilsuna. Unnið er að hreyfi- og matarplani sem hentar hverjum og einum.

Við lífstílsbreytingar getur það verið gott fyrsta skref að koma í lífsstílsráðgjöf. Einnig er kostur á að koma í eftirfylgni og endurmat hjá hjúkrunarfræðingi til að stuðla að því að langtímaárangur við lífsstílsbreytinguna verði sem bestur.

Ítarleg heilsufarsskoðun með hjartaálagsprófi

Um er að ræða umfangsmikla heilsufarsskoðun í forvarnarskyni sem tekur að jafnaði um 60-70 mínútur og er framkvæmd í húsnæði Heilsuverndar í Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogi.

Tekin er ítarleg heilsufarssaga og nákvæm líkamsskoðun. Leitað er m.a. að einkennum hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, efri öndunarfærasjúkdóma og sykursýki, nýrnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma,   stoðkerfis- og taugasjúkdóma.

Metin er andleg líðan og streita og áhrif þess á heilsu viðkomandi.

Skoðanirnar eru sniðnar að aldursbilum einstaklinga og innifela meðal annars í sér eftirfarandi þætti;

 • Ítarlegur spurningalisti varðandi heilsufar og ættarsögu
 • Þyngd, hæð og útreiknun líkamsþyngdarstuðuls (BMI)
 • Áætlun fituhlutfalls í líkamanum (Fituprósenta)
 • Blóðþrýstingur og púls
 • Mittis-mjaðmarhlutfall
 • Blóð og þvagrannsókn með tilliti til áhættuþátta
 • Áhættumat fyrir krabbameini
 • Öndunarmæling (spirometry)
 • Hjartalínurit
 • Hjartaálagspróf
 • Almenn læknisskoðun

Ráðleggingar varðandi niðurstöður, mataræði og hreyfingu auk bætiefna.

Atvinnutengdar heilsufarsskoðanir

Heilsuvernd sinnir ýmsum atvinnutengdum heilsufarsskoðunum s.s.

Sjómannaskoðanir

Flugliðaskoðanir

Heilsufarsskoðanir vegna kafararéttinda

Heilsufarsskoðanir vegna aukinna ökuréttinda

Heilsufarsskoðanir vegna vinnu með asbest

 

Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 510 6500 alla virka daga, eða í gegnum veffangið hv@hv.is.