Heilsufarsskoðun hjá hjúkrunarfræðingi og ráðgjöf
Hjúkrunarfræðingur tekur stutta heilsufarssögu og framkvæmir mælingar á eftirfarandi heilsufarsþáttum:
- Blóðþrýstingur og púls
- Heildarkólesteról
- Blóðsykur
- Hæð og þyngd og reiknaður út líkamsþyngdarstuðull
Ráðgjöf hjúkrunarfræðings
Í viðtali eftir mælingarnar er komið inn á almenna líðan og heilsufar, atvinnu- og ættartengda áhættuþætti, hreyfingu, mataræði, hvíld og reykingar.
Ef niðurstöður rannsókna gefa til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf eru veittar viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.
Tímalengd: 15-20 mínútur.
Hringdu í síma 510 6500 til að panta tíma í skoðun eða sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.