Heilsuvernd býður ferðamönnum allar almennar og sértækar bólusetningar og ráðgjöf vegna ferðalaga erlendis, auk bólusetninga gegn árlegri inflúensu.
Þá er veitt ráðgjöf tengd þeim stað sem ferðast er til og veittar upplýsingar um smitvarnir og forvarnir gegn sjúkdómum sem ferðamenn eiga við að glíma í fjarlægum löndum.
Ferðamenn – almennar ráðleggingar áður en lagt er af stað
- Vegna ferða til landa eins og Suður Evrópu, Madeira, Kanaríeyja, Bandaríkjanna og Japan þarf ekki sérstakra læknisráða við. Hins vegar er rétt að leita læknisráða ef þú ert með langvarandi sjúkdóm eins og hjartasjúkdóm, astma, nýrnasjúkdóm eða sykursýki.
- Vegna ferða til hitabeltislanda er ávallt ráðlagt að leita læknis, helst 2 mánuðum áður en lagt er í ferðina, til þess að hægt sé að framkvæma nauðsynlegar bólusetningar.
Bólusetningar í boði eru:
- Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti
- Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti og mænusótt
- Mænuveiki
- Taugaveiki
- Lifrarbólga A
- Lifrarbólga B
- Lifrarbólga A+B
- Heilahimnubólga
- Mýgulusótt
- Hundaæði
- Japönsk Heilabólga
- Inflúensa