Fara á efnissvæði

Um okkur

Heilsuvernd er einkarekið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum frá árinu 1987.

Heilsuvernd er viðurkenndur fullgildur þjónustuaðili á sviði heilsu- og vinnuverndar hjá Vinnueftirliti Ríkisins og með starfsleyfi til reksturs heilbrigðisþjónustu frá Embætti Landlæknis.

Megin verkefni hafa verið trúnaðarlæknisþjónusta og skráning fjarvista auk margháttaðra heilsufarsskoðana í tengslum við iðnað, framleiðslu, flug, vátryggingastarfssemi og réttindi ýmis konar. Heilsufarsmælingar á vinnustað, heilsueflandi ráðgjöf, fræðsla, forvarnir og bólusetningar eru einnig hluti af daglegri starfssemi.

Félagið hefur í vaxandi mæli sinnt almennri heilbrigðisþjónustu, læknisþjónustu fyrir hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og heimilislækningum fyrir bæði innlenda sem erlenda einstaklinga með áherslu á gott aðgengi og skjóta þjónustu undir formerkjum slagorðs fyrirtækisins.

…því hver dagur er dýrmætur!