Innleiðing stefnu og viðbragðsáætlunar – EKKO
Fagleg aðstoð sérfræðings Heilsuverndar við mótun og innleiðingar stefnu og viðbragðsáætlunar vegna kynferðislegrar áreitni, kynbundnu ofbeldis, ofbeldis og eineltis á vinnustað (EKKO)
Innleiðing stefnu og viðbragðsáætlunar – EKKO
Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi og ofbeldi
Markmið innleiðingar á stefnu og viðbragsáætlunar á vinnustað er að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og samskiptavanda sem þróast getur í átt að einelti.
Ferill 1 – Stefna og viðbragðsáætlun
Aðkoma sérfræðings Heilsuverndar að stefnu og viðbragðsáætlun vinnustaðar. Getur falið í sér aðkomu að yfirlestri og endurbótum allt til þess að móta stefnu og/eða viðbragðsáætlun frá grunni.
Ferill 2 – Innleiðing stefnu og viðbragðsáætlunar
Stefna og viðbragðsáætlun er kynnt stjórnendum og starfshópum. Unnið er með viðhorf og staðalímyndir. Farið er yfir áhættu- og verndandi þætti, það er hvaða þættir annars vegar geta aukið hættu á óheilbrigðri hegðun og hinsvegar ýtt undir heilbrigða hegðun.
Þá er gerður samskiptasáttmáli, en í honum felst að skýrt sé hvaða hegðun er í lagi og hver ekki. Markmiðið er að innleiða heilbrigt samskiptamynstur og að hver og einn starfsmaður leggi sitt af mörkum til að viðhalda því.
Ferill 3 – Eftirfylgni
Sérfræðingur Heilsuverndar kynnir starfsmönnum stefnu og viðbragðsáætlun líkt og í ferli 2 á eins árs fresti. Jafnframt er samskiptasáttmáli rifjaður upp.
Faglegur leiðbeinandi og sérfræðingur:
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur, MA og fjölskyldufræðingur