Svefn
Fyrirlestrar um eðli og mikilvægi svefns til þess að viðhalda jafnvægi í daglegu lífi, heima og að heiman.
Svefn og vellíðan
Fyrirlestur þar sem fjallað er um eðli og mikilvægi svefns fyrir vellíðan og heilsu. Sagt verður frá svefnmynstrum og áhrifum svefns á heilastarfssemi og hegðun.
- Hvers vegna sofum við?
- Áhrif svefns á líðan og heilsu
- Svefnráð, slökun og streituvarnir
Markmið
- að þátttakendur fái dýpri skilning á mikilvægi svefns og að sú þekking nýtist til að efla vellíðan og einnig takast betur á við álag og þekkja fyrstu viðbrögð ef svefnvandamál koma fram. Einnig verða gefin ráð varðandi svefn og vaktavinnu.
Tími: 45 mín.
lecturer: Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir
Mikilvægi svefns
Fyrirlestur þar sem fjallað er um mikilvægi svefns til að viðhalda jafnvægi í daglegu lífi heima og að heiman.
- Leiðir til þess að fara eftir með það í huga að ná markmiðum
- Auka jafnvægi, bæta einbeitingu og minni
- Minnka spennu og kvíða í daglegu lífi
- Skilgreina ógnanir og fækka þeim
- Finna tækifæri og tileinka sér þau
- Taka frumkvæði – ná stjórn á eigin samskiptum
Markmið
- að þátttakendur fái innsýn í hvernig maður getur brugðist við, þróað og byggt upp aðferðir, sem leitt geta til jákvæðra breytinga í daglega lífinu.
- Að þátttakendur fái þjálfun í að finna lausnir á viðfangsefnum til þess að bæta líðan, styrkjast í leik og starfi og auka lífsgæði sín og líðan.
Tími: 45 mín.
lecturer: Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði
We want to meet the needs of our customers and therefore tailor lectures / seminars and schedules according to the needs of each individual.