Tímamótafólk

Síðasta námskeið fékk frábærar viðtökur og seldist upp. Núna höldum við öðru sinni námskeiðið TÍMAMÓTAFÓLK.
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa þor og vilja til að eiga tímamótaupplifun og breyta daglegu lífi í ævintýri! Eru tímamót í lífi þínu?

Tímamótafólk – fyrir fólk á tímamótum sem vill meira út úr lífinu!

Velkomin(n) í þriggja daga upplifun í hópi TÍMAMÓTAFÓLKS sem vill vinna á dýptina með sögu, samtíð, nútíð og framtíðarmöguleika þína með nýstárlegum hætti. Sígildum og nýstárlegum aðferðum er beitt samhliða, hvort tveggja til að þú hvílist vel og til að auka á sjálfsskilning þinn, samskiptagetu, upplifun og lífsþrótt.

Leiðin liggur um undraheima sálfræði, heimspeki, mannræktar og markþjálfunar. Sem þátttakandi öðlast þú sátt, dýpri skilning á sjálfan þig og samfélag þitt, nýja sýn og getu til að beita gagnreyndum aðferðum til að takast á við líf þitt í heild á bestan mögulegan máta. Við höfum lagst yfir fjölmarga gagnreynda þroskakosti og safnað í sarpinn því sem virkar best til endurnýjunar og persónulegrar nýsköpunar. Niðurstaðan er samansafn verkfæra í heildstæðri verkfærakistu í þína þágu. Á námskeiðinu er þessu kröftuglegra miðlað með sérstakri áherslu á kjarnaþætti sem lúta að því hvernig heilsusamlegu lífi verði lifað í lífsgleði og fullri gnægð.

Þekking okkar, reynsla og vönduð úrvinnsla á hvoru tveggja gerir okkur kleift að bjóða þér þátttöku í einstöku ævintýri. Markmiðið er að kynna þér leiðir til að öðlast sátt við fortíð þína , skilja eðli djúprar vináttu, uppgötva möguleika samtíðar og skilgreina sókn inn í gefandi framtíð. Við blöndum listilega saman aðferðum úr markþjálfun, sálfræði, listum, heimspeki og þekkingu á andlegri vegferð sem er í senn forvitnileg og hagnýt fyrir þig, þá sem þú elskar og elska þig.

Á þessum grunni heitum við magnaðri upplifun og markvissri ætlan sem mun líkna, næra, auðga og hvetja þátttakendur til heilbrigðrar og gjöfullar framtíðar.

MARKMIÐ námskeiðsins er að gefa þér á grundvelli eigin þekkingar, reynslu og hæfni forsendur til að skapa líf án eftirsjár – líf í lífsgleði og fullri gnægð!

 

Námskeiðið veitir þér þekkingu á:

• Gagnvirkum aðferðum til að skilja stöðu þína, sögu og samtíð
• Gagnreyndum verkfærum til sjálfsvinnu og sjálfsræktar
• Aðferðum til að skilgreina vaxtarmöguleika þína til framtíðar
• Tengslum hugrekkis, þolgæðis og djörfungar
• Gagnreyndum þroskakostum fullorðinsáranna
• Margþættri merkingu og mikilvægi heilbrigðs
• Tengslum vellíðunar, ánægju og sannrar gleði
• Eðli kvíða, hryggðar og skapandi viðhorfa
• Eðli og mikilvægi virkrar hvíldar

 

Námskeiðið veitir færni í formi verkfæra og aðferða sem leiða til:

• Sáttar við fortíð og aukins sjálfstrausts
• Skynsamlegrar sjálfsrýni í samhengi samtíðar
• Skapandi sjálfsskilnings og sjálfsupplifunar í nútíð
• Sjálfbærrar sjálfseflingar til framtíðar
• Sóknar til sæluríkrar framtíðar

 

Námskeiðið veitir þér hæfni til að:

• Vinna uppbyggilega með fortíð þína
• Miðla djúpum skilningi á tíðaranda samtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi
• Tækla viðhorf og atferli þitt í nútíð
• Leiðbeina einstaklingum, teymum og skipulagsheildum um mikilvægi heilsu og lífsgleði í lífi, leik og starfi

 

Tímamótafólk er fyrir þá sem vilja:

• Skapa líf án eftirsjár
• Vera sérfræðingar í sjálfum sér
• Vera leiðtogar í eigin lífi
• Njóta lífsgæða og upplifa lotningu
• Njóta heilsu, persónulegs vaxtar og lífsfyllingar
• Upplifa ríkan tilgang í lífi sínu
• Finna til sáttar og tilhlökkunar
• Upplifa metnað og djörfung í lífi sínu
• Hafa stjórn og bera fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan

 

Tímasetning:

Næsta námskeið verður í vor 2023 – nánari upplýsingar um dagsetningu verða auglýstar síðar.

 

Location

Laugarvatn
Þátttakendur geta valið milli þess að vera einir í herbergi eða deila herbergi með öðrum eða fleirum.


Athugið – takmarkaður fjöldi þátttakenda er á námskeiðið

 

Námskeiðsgjald og fyrirkomlag:

Námskeiðsgjald, námsgögn og önnur afþreying er innifalin í námskeiðs- og ferðagjaldi.  Við bætist 29.000 kr. fyrir gistingu og veitingar (2x morgunmatur, 3x hádegismatur, 3x kaffi og 2x glæsilegur kvöldverður).

Greitt fyrst við skráningu til Heilsuverndar vegna fræðsluhlutans og síðar til Coldspot, heilsutengdrar ferðaskrifstofu, vegna ferðahlutans (fyrir heilsurækt, gistingu og fæði) þar sem ferðin lýtur lögum nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

TÍMAMÓTAFÓLK November

 

Heildarverð: 98.000 kr. + 29.000 kr = 127.000 kr
Fræðsluhluti greiðist til Heilsuverndar kr. 98.000 (greiðist við skráningu í vefverslun)
Ferðarhluti greiðist til Coldspot ehf. með millifærslu kr. 29.000.

Heilsuvernd og Coldspot, ásamt Íslenskri sálgreiningu, eru í samstarfi varðandi heilsueflingu, sjálfbæra heilsurækt og endurhæfingu einstaklinga, hópa, skipulagsheilda og samfélags.

 

Við hvetjum þig til þess að óska eftir fræðslustyrk frá stéttarfélagi þínu vegna námskeiðsins og heilsustyrk vegna heilsuþætti ferðarinnar.

 

Heyrðu endilega í okkur varðandi hverjar þær spurningar sem kunna að vakna:

Aldís Arna Tryggvadóttir, aldisarna@hv.is Sími 869-1033
Dr. Haukur Ingi Jónasson, haukur@ncg.is Sími 861-6887

 

Course administrators

Aldís Arna Tryggvadóttir – ,,Mannrækt er málið”
Aldís Arna starfar að streituráðgjöf, markþjálfun og fræðslu til forvarna hjá Heilsuvernd og Streituskólanum. Aldís Arna hefur brennandi áhuga á ræktun mennskunnar og gleðinnar í lífi hvers og eins. Hún starfar með einstaklingum, hópum og teymum á öllum stigum samfélagsins og er vinsæll fyrirlesari hérlendis sem erlendis. Fræðsluerindin lúta einkum að árangursríkri streitu- og vellíðunarstjórnun, markmiðasetningu í lífi, leik og starfi, tilgangi, heilbrigði (heildræn heilsa), hamingju og sátt. Aldís Arna skrifar reglulega greinar, streituráð og hvatningarorð (e. motivation) á frétta- og samfélagsmiðlum. Aldís Arna er í viðbragðs- og áfallateymi Rauða krossins og er umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi. Þá er hún framkvæmdastjóri og eigandi Coldspot, heilsutengdrar ferðaskrifstofu, sem sérhæfir sig í streitulausum ferðum með áherslu á líkamlega, andlega og félagslega vellíðan. Aldís Arna er streituráðgjafi, PCC vottaður markþjálfi frá ICF, International Coaching Federation, fyrirlesari, viðskiptafræðingur og dáleiðari.

 

Haukur Ingi Jónasson – ,,Döngum með gleði að leiðarljósi”
Haukur Ingi leiðir MPM-nám við Háskólann í Reykjavík og hefur einnig starfað sem fyrirlesari, markþjálfi, meðferðaraðli og stjórnendaráðgjafi. Haukur hefur brennandi áhuga á vaxtarmöguleikum og þroskakostum einstaklinga, teyma, skipulagsheilda og samfélags. Hann miðlar nýstárlegri sýn á mannrækt, forystu og stjórnun. Skarpur skilningur hans á atferli einstaklinga, teyma, skipulagsheilda og samfélags gera honum kleift vekja áhuga, finna lausnir og tryggja árangur. Hann er höfundur að fjölda bóka og greina sem hafa komið út hjá JPV útgáfunni á Íslandi og á ensku hjá Routledge/Taylor and Francis. Haukur Ingi er vottaður markþjálfi frá International Coaching Federation (ICF) og hefur lokið klínísku námi í sálgæslu (CPE) frá Lennox Hill Hospital og í sálgreiningu frá Harlem Family Institute, og doktorsprófi í Psychiatry and Religion frá Union Theological Seminary í New York. Hann hefur stundað nám í viðskipta- og hagfræði frá Indiana University og Heriot-Watt í Edinborg. Hann stundaði nám í viðskiptafræði frá Indiana University og Heriot-Watt í Edinborg og er vottaður Advanced Project Manager frá Stanford Háskóla. Þá hefur hann sótt jógakennaranám og nám í heilsunuddi.

en_US

This website uses cookies. Further here

This website uses cookies to enhance your browsing experience. You can accept or decline cookies. Most browsers accept them automatically, but you can change your browser settings to reject them.

Close