Heilsuvernd býður uppá fyrirlestra, fræðslu og námskeið á sviði vinnu- og heilsuverndar sem hægt er að sníða að þörfum viðskiptavina okkar.

Markmið með námskeiðunum er að efla vitund og þekkingu á vinnuumhverfismálum og heilbrigði. Þáttakendur þekki helstu áhættuþætti út frá sjónarmiðum, heilsu, vellðian, öryggis og umhverfis. Þannig geti þeir metið áhættu og haft áhrif til þess að breyta á jákvæðan hátt vinnuumhverfi sínu.

Námskeiðin eru sniðin að ákveðnum hópum starfsmanna, t.d. stjórnendum, skrifstofufólki, ungum starfsmönnum, starfsmönnum á byggingarstað eða í jarðvinnu. Þá einnig vegna sértækra öryggismála á vinnustað. Síðast en ekki síst í tengslum við fyrstu hjálp og skyndihjálp en leiðbeinendur Heilsuverndar eru sérþjálfaðir til kennslu skyndihjálpar og fá starfsmenn viðurkennd skírteini í lok námskeiðs.

Dæmi um námskeið:

  • Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og verði
  • Einelti á vinnustað
  • Heilsa og vellíðan
  • Líkamsbeiting við skjávinnu
  • Skyndihjálp
  • Slökun
  • Stjórnun fjarvista
  • Streita og álag
  • 10 öryggisatriði á vinnustað
  • Áhættumat, ábyrgð og skyldur

Þá bjóðum við uppá sérstaka fyrirlestra og kynningarfundi í tengslum við heilsu- eða öryggisátak innan fyrirtækis.