Heilsuvernd hefur um árabil haldið fyrirlestra um hin ýmsu heilsu- og vinnutengdu málefni.
Boðið er uppá bæði styttri fyrirlestra á bilinu 30-60 mínútur sem henta vel á afmörkuðum fundum, í hádegibili eða tengt annarri fræðslustarfssemi innan fyrirtækja.
Þá eru einnig lengri fyrirlestrar og styttri námskeið sem eru skipulögð í samráði við fyrirtæki, jafnvel með mismunandi fyrirlesurum t.d. í heilsuviku eða á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.
Dæmi um fyrirlestra sem í boði eru hverju sinni:
- Næring og heilbrigð skynsemi
- Njóttu lífsins
- Hamingjan Sanna
- Karlar og Krabbamein
- Konur og Krabbamein
- Krabbamein, áhættan og forvarnir
- Hjarta og æðasjúkdómar
- MatarÆÐI
- Streita og líðan