Næring og heilbrigð skynsemi

Taktu heilsuna í þínar hendur og taktu skrefið alla leið til betri heilsu með Heilsuvernd

Sex vikna námskeið sem hjálpar þér að ná góðum tökum á lífsstílnum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja breyta um lífsstíl með það að markmiði að öðlast betri heilsu og vellíðan.

Fyrirkomulag:
Hópnámskeið þar sem boðið er upp á í upphafi og lok námskeiðs heilsufarsskoðun hjá hjúkrunarfræðingi og blóðprufur til að skoða vítamínforða líkamans. Allir tímarnir byggjast á næringarráðgjöf og fyrirlestrum um næringu og heildræna nálgun s.s. líkamleg, andleg, félagsleg og vitræn vellíðan.

  • Næringarráðgjöf
  • Blóðmæling; almenn vítamín, blóðsykur, kólesteról
  • Heilsufarsskoðun
  • Fyrirlestrar; næringafræðingur, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur og læknir
  • Sérsniðið matarprógram

Stjórnandi námskeiðs:     Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur:       Ingibjörg Helgadóttir
Gestafyrirlesarar:              Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, og Sigríður Björk Þormar, Doktor í sálfræði

 

Líflegt námskeið þar sem jákvæðni og stefnan á heilbrigði er í fyrirrúmi

 

Námskeiðið hefst: miðvikudaginn 20. febrúar 2019, kl 17:15 til 19:00

Námskeiðinu lýkur: 27. mars 2019

Staðsetning: Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur

Verð: 60.000 kr.

Skráning í gegnum netfangið hv@hv.is eða í síma 510-6500