Heilsuvernd og EFLA Verkfræðistofa eru í öflugu samstarfi hvað alla þætti heilsu og vinnuverndar snertir og getum við tryggt heildarlausnir á þessu sviði fyrir þau fyrirtæki sem eftir því leita.

 

Það sem skilgreinir fyrirtæki með öflugt innra starf:

  • Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði/áhættumat er til staðar og unnið kerfisbundið samkvæmt henni
  • Öryggisnefnd, öryggisvörður og öryggistrúnaðarmaður eru til staðar
  • Vinnuslys, óhöpp og hættutilvik eru skráð, greind og nýtt í forvarnaskyni
  • Starfsmenn fá viðeigandi þjálfun og leiðbeiningar, skráning þjálfunar er til staðar
  • Fyrirliggjandi eru leiðbeiningar og verklagsreglur um notkun varasamra efna og tækja
  • Reglubundið eftirlit er með vélum og tækjum
  • Reglulegar skoðunarferðir um fyrirtækið og öryggisþættir rýndir
  • Tillit er tekið til vinnuumhverfissjónarmiða við hönnun og skipulagningu
  • Utanaðkomandi aðilar eru upplýstir um kröfur fyrirtækisins m.t.t. vinnuaðstæðna og heilsuverndar
  • Fulltrúi yfirstjórnenda er með í öryggisnefndinni
  • Fyrirtækið aflar utanaðkomandi aðstoðar í vinnuverndarstarfinu eftir þörfum
  • Fyrirtækið hefur skýra vinnuumhverfisstefnu

Nánari upplýsingar fást í síma 510 6500 eða með tölvupósti á netfangið: hv@hv.is