Heilsuvernd býður upp á alla þjónustu tengda lyfja- og fíkniefnaprófunum.


Hvers vegna lyfja- og fíkniefnapróf?

Lyfja- og fíkniefnapróf geta verið mikilvægur liður í að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks á vinnustað og almennings.

Sé starfsmaður undir áhrifum vímugjafa getur hann óafvitandi ógnað öryggi og heilsu samstarfsmanna sinna, viðskiptavina og almennings, auk þess að skaða eigin heilsu.

Eftirlit með lyfjanotkun starfsmanna er sérstaklega mikilvægt í atvinnugreinum þar sem almannahagsmunir krefjast þess að starfsmenn séu allsgáðir, s.s. löggæslu, samgöngum, verklegum framkvæmdum, efnaiðnaði og heilbrigðisþjónustu.
Söfnun og úrvinnsla lífsýna er í samræmi við lög um persónuvernd.


Framkvæmd lyfja- og fíkniefnaprófa

Lyfja- og fíkniefnapróf fara fram hjá Heilsuvernd ehf. Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogi eða innan fyrirtækis sé góð aðstaða til staðar m.t.t. framkvæmdar. Starfsmaður undirritar þar til gert samþykki fyrir töku prófsins. Gefin er út staðfesting þar sem fram kemur hvort starfsmaður hafi staðist prófið.


Lyfja- og fíkniefnapróf eru t.a.m. tekin í tenglslum við:

  1. Starfsráðningar
  2. Handahófskennt úrtak
  3. Við atvik eða vinnuslys
  4. Þegar grunsemdir vakna

Nánari upplýsingar fást í síma 510 6500 eða með tölvupósti á netfangið hv@hv.is