RAFRÆN LÆKNISVOTTORÐ

Heilsuvernd býður starfsmönnum fyrirtækja sem eru í þjónustu hjá Heilsuvernd upp á rafræna skráningu fjarveru og læknisvottorð til atvinnurekanda vegna fjarvista.

Skráningin fer fram í gegnum rafræna gátt á vefnum my.hv.is þar sem einstaklingurinn skráir sig inn með rafrænum skilríkjum til auðkenningar.

Einfalt og þægilegt

  • Í skráningunni kemur fram nafn, kennitala, sími, netfang og vinnustaður, auk deildar.
  • Starfsmaðurinn skráir tímabil veikinda og ástæðu.
  • Með skráningunni samþykkir starfsmaðurinn að Heilsuvernd sé heimilt að senda tilkynningu og/eða vottorð til vinnuveitanda um fjarveru sína.
  • Hjúkrunarfræðingar í þjónustuveri Heilsuverndar fara yfir skráninguna og hafa samband við viðkomandi starfsmann ef vantar frekari upplýsingar eða til staðfestingar.

Þegar farið er inn á síðuna my.hv.is í farsíma er hægt að óska eftir því að síminn geymi slóðina sem app. Þannig opnar starfsmaður fyrir táknmynd á skjá farsíma síns sem heitir Heilsuvernd og auðveldar honum þannig að finna slóðina og skrá fjarveru að nýju. Athugið einungis er hægt að framkvæma þessa aðgerð í upphafi.

 

Skráning og tilkynning til vinnuveitanda

  • Heilsuvernd sendir vinnuveitanda daglega upplýsingar um þau fjarveruvottorð sem starfsmenn skrá.
  • Greitt er fyrir hvert einstakt útgefið vottorð af vinnuveitanda eða eftir atvikum þeim sem þess óskar.
  • Verð fyrir hvert vottorð til atvinnurekanda vegna fjarveru er samkvæmt gjaldskrá heilsugæslunnar

Einfalt – þægilegt og öruggt

… því hver dagur er dýrmætur!