21. NÓVEMBER 2019, KL 8:00 – 11:45 Á GRAND HÓTEL

Kynslóðastjórnun í takt við 4. iðnbyltinguna

Áskoranir á tímum margbreytileika

Heilsuvernd og Hagvangur

Ráðstefnan á erindi til mannauðsstjóra, stjórnenda skipulagsheilda og þeirra sem vilja auka árangur og eigin hæfni sem stjórnandi.

Eðli vinnumarkaðarins er að taka miklum breytingum sem rekja má til fjórðu iðnbyltingarinnar og kynslóðanna sem starfa á vinnumarkaðinum í dag. Sú staðreynd, að aldrei fyrr hafa eins margar kynslóðir verið starfandi á sama tíma á vinnumarkaðinum, örar tæknibreytingar og sjálfvirknivæðing, hefur í för með sér krefjandi áskoranir fyrir flest fyrirtæki og stjórnendur.

Hvernig komum við á móts við ólíkar væntingar og þarfir kynslóðanna til vinnu – og hvernig byggjum við jafnframt upp öfluga og sameinaða liðsheild sem skapar árangur? Er þörf á breyttum stjórnarháttum?

Sérhvert eitt okkar er mikilvægt en á sama tíma erum við mikilvæg sem heild. Því eru bestu teymin oft þau sem byggja á styrkleika allra kynslóða á vinnustaðnum. Við þurfum á hvort öðru að halda. Viska, reynsla og færni eldri kynslóðanna í bland við snerpu, innsýn og frumkvöðlasýn yngri kynslóðanna gæti verið lykillinn að árangri.

Hvað einkennir kynslóðirnar, hverjir eru styrkleikar þeirra, áherslur og þarfir, hvernig störfum við saman og hvernig nýtist sú vitneskja okkur til þess að viðhalda atvinnuhæfni (employability) og samkeppnishæfni fyrirtækisins á tíma fjórðu iðnbyltinarinnar?

Á ráðstefnunni var leitast við að svara þessum spurningum og skýra hvernig hinar ólíku áherslur kynslóðanna megi nýta á jákvæðan hátt.

Með opnum huga og framsýni eru tækifærin óendanleg!

                           

Dagskrá ráðstefnu

8:00-8:30

Móttaka og skráning gesta

8:30

Setning ráðstefnu og opnunarávarp

Ráðstefnustjóri, Hulda Bjarnadóttir, alþjóðasvið mannauðs hjá Marel

8:40

Samhristingur í boði Hagvangs

8:45

Fjórða iðnbyltingin – Framtíð starfa

Hraðar tækniframfari í heimi upplýsingatækninnar og þróun starfa.

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania

9:05

Vinnumarkaðurinn og kynslóðirnar (skoða glærur)

50+ Herferð VR, spila myndband

50+ Herferð VR, spila myndband

Fagnám og raunfærnimat, spila myndband

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR 

9:30

Lærum af eldri kynslóðunum og skiljum og nýtum okkur hugmyndir nýrra kynslóða, til aukins árangurs og ánægju. Það var hvort eð er löngu orðið tímabært að hrista vel upp í hlutunum! (skoða glærur)

Deloitte hefur um árabil gert árlega alþjóðlega rannsókn á hugmyndum og sýn mismunandi kynslóða á vinnumarkaði. Í erindinu munum við skyggnast inn í niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar og þannig bæta skilning okkar á ólíkum hugmyndum og sýn kynslóðanna, mismundi þáttum sem hvetja og sem ýta undir ánægju, bæði í einkalífi og starfi. Með þeim skilningi getum við aukið árangur og ánægju, bæði starfsfólks, stjórnenda og vinnustaða.

Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Deloitte

9:55

Kaffihlé

10:15

Orkupása í boði Hagvangs

10:20

Heilsa mannauðs, áskoranir og samanburður milli kynslóða  (skoða glærur)

Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar

10:40

Sí- og endurmenntun, fræðsla og þjálfun starfsmanna í takt við mismunandi áherslur og þarfa mannauðs (skoða glærur)

Andrés Guðmundsson, mannauðsstjóri KPMG

11:00

Hvernig nýtist þjónandi forysta hjá árangursríkum fyrirtækjum og hvers vegna hentar þessi hugmyndafræði yngri kynslóðum?

(skoða glærur)

Fjallað verður um hvernig yngri kynslóðir á vinnumarkaði kalla á breyttar áherslur í forystu fyrirtækja og sýnt fram á hvernig Þjónandi forysta hentar þeim kynslóðum. Kynntar verða áherslur í forystu árangursríkra fyrirtækja.

Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir, MS, kennari hjá Háskólanum á Bifröst

11:20

Skiptir aldur máli í ráðningum?

Fjallað verður um breytuna aldur í ráðningum. Eru aldursfordómar til staðar eða er það mýta? Hvernig laða fyrirtæki til sín fólk á ólíkum aldri?

Geirlaug Jóhannsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir, ráðgjafar hjá Hagvangi

11:40

Samantekt og ráðstefnuslit

Ráðstefnustjóri, Hulda Bjarnadóttir, alþjóðasvið mannauðs hjá Marel

Gestir ráðstefnunnar