Ráðstefnunni hefur verið frestað um óákveðinn tíma

Þrautseigja er áskorun – ekki brenna út í lífinu!

Stöldrum við og setjum heilsuna í forgang

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG NORÐURLANDS OG HEILSUVERND

MENNINGARFÉLAG AKUREYRAR, HOF

Ráðstefnan á erindi til allra þeirra sem koma að mannauðsmálum, stjórnenda og starfsmanna skipulagsheilda.

Þrautseigja gegn streitu er áskorun fyrir hvern og einn. Hvað geta stjórnendur og vinnustaðirnir gert til að koma í veg fyrir að starfsfólk brenni út? Hvað getum við sjálf gert?
Staðreyndin er sú að allir geta örmagnast!

Æ algengara er að við heyrum sögur af samstarfsfólki eða einhverjum sem hefur keyrt sig í þrot – lendir í „kulnun í starfi“, „brotnar“ eða „brennur út“. Þessu til viðbótar heyrist enn meira talað um Lífsörmögnun (Vital Exhaustion) – langvarandi ástands, líkt og kulnun í starfi, sem leiðir til þess að fólk hreinlega örmagnast í lífinu sjálfu!

Brýnt er að opna umræðuna enn frekar um þetta málefni því oftar en ekki leitar fólk sér ekki hjálpar fyrr en líkaminn segir „stopp“ og gefur sig. Dæmi eru um að fólk hrynji niður „lamað“ – gjörsamlega örmagnað á sál og líkama.

Á ráðstefnunni verður fjallað um streitu í starfi og einkalífi, mælingar og aðrar staðreyndir, einkenni og afleiðingar langvarandi streitu, ásamt hennar verstu birtingarmynd „lífsörmögnun“. Sérstök áhersla verður á forvarnirnar og bjargráðin – verkfæri og aðferðir til úrlausnar gegn streitu.

Markmiðið er að koma í veg fyrir heilsubrest og auka vellíðan í starfi og einkalífi.

Þetta er sameiginleg áskorun okkar allra!

Dagskrá ráðstefnu

09:00-09:30
Móttaka og skráning gesta

9:30
Setning ráðstefnu: Ráðstefnustjóri, Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska

Opnunarávarp
Anna Lilja Benidiktsdóttir, Sérfræðingur Gæðatryggingar hjá Genis
Formaður Gæðastjórnunarfélags Norðurlands

9:40
Að halda réttu hitastigi
Hvernig getum við haldið jafnvægi milli vinnu og einkalífs? Starfsendurhæfing og forvarnarverkefni VIRK – hvað getum við gert til að forðast að brenna út?
Ingibjörg Loftsdóttir, Sviðsstjóri
VIRK

10:20
Heilsuefling, forvarnir og vinnuvernd á vinnustöðum
Heilsufarsleg áhrif vinnutíma á líkama og sál, streita og álagstengd veikindi.
Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri
Heilsuvernd

11:00
Orku-pepp

11:10
Allir geta örmagnast!
Hvernig lífsferðalag okkar getur leitt til örmögnunar. (Lífs)örmögnun getur verið dauðans alvara. Einkenni og samband lífsörmögnunar og líkamlegra sjúkdóma, forvarnir og endurhæfing.
Dr. Eygló Guðmundsdóttir,  sálfræðingur og Phd. í heilbrigðisvísindum

11:45-12:30
Hádegisverðarhlaðborð (Hádegisverður er innfalinn í miðaverði)

12:30
Sólríkt eða hvasst á köflum?
Streitustjórnun og forvarnir á vinnustað
Fjallað verður um skaðaminnkandi og fyrirbyggjandi forvarnir á SAk sem lið í að byggja upp heilsueflandi vinnustað.
Dagbjört Brynja Harðardóttir Tveiten, mannauðsráðgjafi í starfsmannaheilsuvernd
SAk

13:00
Streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu
Fjallað verður um streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu og hvað hægt er að gera til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra á heilsu og líðan starfsfólks á vinnustað.
Dr. Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

13:30
Kaffi og sætur biti

13:45
Sigrast á streitu, leiðir til lausna
Fjallað verður um muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Hvernig greinum við streitu og hvaða aðferðir höfum við henni til forvarnar og úrlausna. Hvar liggur ábyrgð starfsmanna og hvernig er hægt að auka afköst sín án þess að auka við streituna. „Daghvíld á vinnustað“ og viðurkenndar aðferðir sem hjálpa fólki við að halda jafnri orku yfir daginn.
Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri
Streituskólinn og streitumóttakan á Norðurlandi

14:15 
Vellíðan í vinnu og einkalífi – aðferðir til að auka vellíðan
Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið í samfélaginu um mikilvægi vellíðunar í starfi og áhrif þess á heilsu fólks, hamingju og afköst. Aukin hamingja getur dregið úr líkum á kulnun og samfélagslegur kostnaður kulnunar starfsfólks er mikill.
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, ráðgjafi
Attentus á Norðurlandi

14:45
Ráðstefnuslit: Ráðstefnustjóri, Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska

KAUPA MIÐA