Hrafndís Tekla Pétursdóttir

Hrafndís Tekla býður uppá sálfræðiþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Hrafndís Tekla hefur verið sjálfstætt starfandi á stofu síðan árið 2001.Hún býður uppá sálfræðiþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Almenn vanlíðan og tilfinningalegur vandi, áföll, félagsleg einangrun, einelti, samskiptaerfiðleikar ofl. Fjölskyldu- og pararáðgjöf. Tekla hefur sérhæft sig í meðferð barna og ungmenna sem sýna áhættuhegðun af einhverju tagi (hegðunarerfiðleikar, sjálfsskaði, vímuefnivandi eða aðrar fíknir t.d. tölvufíkn og spilafíkn), einnig fullorðnum með tvíþættan vanda (geðrænan- og vímuvanda).

Tekla hefur víðtæka reynslu í starfi og hefur um áraraðir unnið að forvörnum og meðferðarmálum barna og ungmenna. Samhliða stofu hjá Heilsuvernd starfar Tekla hjá sálfræði- og læknaþjónustunni Sól, stundar einnig MA-nám í Trúarbragðafræðum við HÍ og er Yogakennari.

Tekla lauk Diplómagráðu árið 1998 í klínískri sálfræði frá Þýskalandi við Heinrich- Heine háskólann. Hún var sálfræðingur meðferðaheimilisins Árvellir, Götusmiðjan sem var áfengis- og fíkniefnameðferð fyrir unglinga. Frá árinu 2008- 2016 starfaði hún við fjölskylduráðgjöf Foreldrahúss hjá félagasamtökunum Vímulaus Æska þar sem hún sinnti fjölskylduráðgjöf og meðferð barna og unglinga með hegðunar- og/eða fíkniefnavanda auk annarra meðferðaúrræða, stuðningshópa og námskeiða fyrir börn, foreldra og fagfólk. Hún var einnig um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri samtakanna. Tekla starfaði árið 2017- 2019 sem sálfræðingur hælisleitendateymis Reykjavíkurborgar og hefur því góða reynslu í starfi með flóttafólki. Tekla hefur einnig starfsreynslu á geðdeild FSA, sem sálfræðingur á grunnskóla- og leikskólastiginu og í Ljósinu með krabbameinsgreindum og aðstandendum. Hún hefur þá einnig setið í ýmsum stjórnum, nefndum og ráðgjafahópum sem tengjast velferðarmálum og forvörnum ásamt stundakennslu við Háskóla Íslands og sett upp meðferðaúrræði sjálfstætt fyrir ungmenni og námskeið fyrir fagfólk um snemmtæka íhlutun í hegðunar- og vímuefnavanda unglinga.

Sendu Hrafndísi Teklu skilaboð

Nafn (nauðsynlegt)

Kennitala (nauðsynlegt)

Sími (nauðsynlegt)

Tölvupóstur (nauðsynlegt)

Skilaboð