Ívar Arash Radmanesh

Ívar sinnir meðferð og greiningu fullorðna og ungmenna, 16 ára og eldri og sérhæfir sig i þunglyndi, kvíðaröskunum, lágu sjálfsmati og reiðistjórnun. Ívar beitir einkum hugrænni atferlismeðferð en einnig klínískri dáleiðslu þar sem við á.

Menntun og störf
Ívar lauk Msc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík var í starfsþjálfun á Geð- og taugasviði á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð, Heilsugæslunni Hamraborg og Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.
Ívar starfaði áður til margra ára sem ráðgjafi á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum.

Námskeið
– Diplóma í Subliminal Therapy á vegum Dr. Edwin K. Yager. Prófessor í sálfræði við University of Medicine, San Diego.
– Diplóma í Regression Therapy á vegum Roy Hunter
– Námskeið í Parts Therapy á vegum Roy Hunter
– Diplóma í klínískri dáleiðslu á vegum Dáleiðsluskóla Íslands

Vinnustofur
– Samtalsaðferðir í hugrænni atferlismeðferð, Háskólinn í Reykjavík.
– Á vegum Agnesar Agnarsdóttur. Agnes er fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
– Hugræn atferlismeðferð við svefnvanda og hlutverk sálfræðinga. Háskólinn í Reykjavík. Á vegum Dr. Erlu Björnsdottur sálfræðings. Erla Björnsdóttir hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S).

– Sálfræðiþing 2017 – Sálfræðingafélag Íslands
– Sálfræðiþing 2018 – Sálfræðingafélag Íslands
– Focused Cognitive Behavioral Therapy for Obsessional Problems. Háskólinn í Reykjavík. Paul Salkovskis sem er forstöðumaður doktorsnáms í klínískri sálfræði við Bath University. Hann er einn af fremstu fræðimönnum á sínu sérsviði í hugrænni atferlismeðferð, einkum við áráttu og þráhyggju, heilsukvíða og einfaldri fælni.
– Áhugahvetjandi samtal. Áhugahvöt sf: Námskeið þar sem kenndur var samtalsstíll sem byggist á samvinnu og hefur það að markmiði að efla bæði áhugahvöt viðmælandans og skuldbindingu til að breyta.
– Vinnustofa í Lágu sjálfsmati. Háskólinn í Reykjavík. Vinnustofa um lágt sjálfsmat hjá Melanie Fennell sem er einn fremsti fræðimaður í heimi á þessu sviði.

Sendu Ívari skilaboð

Nafn (nauðsynlegt)

Kennitala (nauðsynlegt)

Sími (nauðsynlegt)

Tölvupóstur (nauðsynlegt)

Skilaboð