Sálfræðingarnir eru þverfaglegt teymi sem hefur það markmið að stuðla að almennri geðheilsu og vellíðan bæði einstaklinga og vinnustaða. Teymið hefur sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna, áföllum og afleiðingum þeirra. Sálfræðingarnir taka að sér að þjónusta fyrirtæki með sálrænan stuðning og fræðslu.

 

Þjónustuþættir í boði:

  • Viðtöl á stofu og stuðningur við starfsmenn eða viðskiptavini fyrirtækisins gegn vægara gjaldi
  • Fræðsla til fyrirtækisins um sálrænan stuðning og viðbrögð við áföllum eða erfiðum uppákomum sem átt geta sér stað á vinnustað. Markmiðið er að byggja upp þrautseigju og efla forvarnir
  • Inngrip og/eða fræðsla í tengslum við eineltis eða samskiptavanda
  • Námskeiðshald
  • Sinna útkallsþjónustu ef erfiðar uppákomur verða þar sem þörf gæti verið á aðstoð strax. Sálfræðingur er alltaf á vakt og með útkallssíma

Sálfræðingarnir eru í samvinnu við Heilsuvernd og Virk starfsendurhæfingu og eru sértækir þjónustuaðilar fyrir eftirtalda aðila: Neyðarlínan, Rauði krossinn, Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, Isavia, WOW air, N1.

Verið velkomin til sálfræðinganna