Sálfræðingarnir eru þverfaglegt teymi sem hefur það markmið að stuðla að almennri geðheilsu og vellíðan bæði einstaklinga og vinnustaða. Teymið hefur sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna, áföllum og afleiðingum þeirra.

Samkomulag er á milli Sálfræðinganna og Rauða Kross Íslands varðandi þátttöku og þjálfun í áfallateymi, ráðgjöf og stuðning sjálfboðaliða og starfsfólks auk aðstoðar við hælisleitendur.

Mynd af sálfræðingunum

Sálfræðingarnir eru í samvinnu við Heilsuvernd og Virk starfsendurhæfingu, og eru sértækir þjónustuaðilar fyrir eftirtalda aðila:

Neyðarlínan, Rauði krossinn, Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, Isavia, WOW air, N1.

Verið velkomin til sálfræðinganna