EINSTAKLINGAR OG FJÖLSKYLDUR

Forvarnir horfa til allra sálfélagslegra þátta einstaklingsins og þá er einkalífið ekki undanskilið. Sérhæfðir ráðgjafar Streituskólans bjóða upp á einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf og meðferð.

  • Einstaklingsráðgjöf
  • Geðlækningar
  • Græn endurhæfing
  • Handleiðsla
  • Heilsumarkþjálfun og markþjálfun (e. Life Coaching)
  • Para- og fjölskylduráðgjöf og meðferð
  • Streituráðgjöf
  • Teymisþjálfun fjölskyldna, vina og annarra hópa
  • TRM (Trauma Reciliency Model) og Brainspotting þerapía

 

Fyrsta viðtal

Í fyrsta viðtali fer fram frumgreining vandans og gerð er fyrsta áætlun um úrlausnir og meðferð ef þörf er. Byrjað er á að greina álagsþætti og síðan viðbrögð við þeim. Lagt er mat á heilsu og lífsstíl og stöðu hvers og eins í lífinu. Veitt eru fyrstu ráð og gerð áætlun.

 

Einstaklingsviðtal

Í einstaklingsviðtölum veita streituráðgjafar ráð um streitu og fræða um áhrif hennar á samskipti, líðan og heilsu. Í viðtölunum er farið yfir álagsþætti hvort sem þeir eru í starfi eða heima eða annars staðar. Ráðgjöfin getur farið fram hjá markþjálfa, fjölskyldu-og félagsráðjafa, sálfræðingi eða lækni.

 

Handleiðsla

Í slíkum viðtölum veita ráðgjafar með menntun á heilbrigðissviði og með reynslu í handleiðslu sérhæfari ráðgjöf um sérstök álagsstörf og flókin verkefni sem þarfnast djúpstæðrar ráðgjafar og eftirfylgni.

 

Hópmeðferð

Í boði er hópmeðferð sem felur í sér stuðning við ákveðna hópa sem annað hvort eru að vinna við sameiginleg verkefni eða takst á við svipuð vandamál s.s álag í starfi, kvíða eða samskipavanda.

 

Fjölskylduráðgöf og meðferð

Fjölskyldur og pör geta leitað eftir sérhæfri fjölskyldumeðferð og ráðgjöf um t.d. samskiptavanda, eflingu tengsla, jafnvægi einkalífs og starfs og önnur mál sem tengjast fjölskyldulífinu.

 

Hringdu í síma 510 6500 til að bóka tíma eða sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.