FRÆÐSLA OG NÁMSKEIÐ
Fræðsla til forvarna
Sérfræðingar Streituskólans bjóða upp á ýmis konar fræðslu og námskeið fyrir einstaklinga og hópa, ásamt sérhæfðari námskeiðum og fræðslu fyrir vinnustaði.
Fræðsla og námskeið sem eru í boði hverju sinni fyrir einstaklinga og hópa er auglýst HÉR
Fyrir fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir
Einnig eru í boði fyrirlestrar, námskeið, vinnustofur sem eru sérsniðin að þörfum fyrirtækja og skipulagsheildir stofnanna, sveita- og bæjarfélaga. Þau henta einkar vel til að bjóða upp á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða á viðburðum tengdum annarri fræðslustarfssemi innan vinnustaðar svo sem heilsuviku, fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.
Dæmi um fyrirlestra og námskeið sem eru í boði hverju sinni:
- Streita, kulnun og sjúkleg streita
- Forvarnaáætlanir og skipulögð vinnuvernd
- Veikindafjarvera og veikindanærvera
- Forvarnir fyrirtækja
- Starfsánægja, samskipti og samstarf
- Ró í ólgusjó – Láttu þér líða vel
- Lögmálið um lífsgæðin – Jafnvægi í lífi, leik og starfi
- Leynivopn leiðtogans
- Lengi býr að fyrstu gerð
- Bættur lífsstíll – burt með streitu – betri heilsa
- Streitustjórnun
- Þegar sagt er frá
HÉR getur þú séð fleiri námskeið og fyrirlestra sem eru í boði hverju sinni á vegum sérfræðinga Streituskólans.