Aldís Arna Tryggvadóttir

PCC vottaður markþjálfi, dáleiðari, streituráðgjafi og umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi

,,Mannrækt er málið“ er lífssýn Aldísar Örnu. Hún hefur brennandi áhuga á fólki og möguleikum fólks til þess að vaxa sem einstaklingar – líða betur og ganga betur á hvaða sviði lífsins sem er.

Aldís Arna starfar sem fyrirlesari, streituráðgjafi og markþjálfi einstaklinga og teyma. Fræðsluerindin lúta einkum að markmiðasetningu i lífi, leik og starfi, heilbrigði (heildræn heilsa), jafnvægi (streituvarnir), hamingju og sátt. Hún heldur reglulega námskeið í valdeflingu og streituvörnum, skrifar streituráð og greinar á fréttamiðlum Heilsuverndar auk þess sem hún stendur fyrir ,,Gefandi göngum” og vinnustaðarhreyfingunni ,,Magnaðir morgnar”.

Aldís Arna hefur hlotið gæðavottun markþjálfa frá International Coaching Federation (ICF), stærstu óháðu samtökum markþjálfa á alþjóðavísu – “The Golden Standard in Coaching”. Einnig hefur hún lokið prófi í viðskiptafræði og verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, prófi í hagnýtri frönsku fyrir atvinnulífið frá Háskóla Íslands og kennararéttindum í heilsueflingu og líkamsrækt frá Fusion Fitness Academy og dáleiðslu.

Aldís Arna hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu á sviði stjórnunarstarfa, markþjálfunar, stefnumótunar, mannauðsstjórnunar, alþjóðlegra samskipta og fjármála. Þá er hún stofandi og framkvæmdastjóri heilsutengdu ferðaskrifstofunnar ColdSpot (coldspot.is) sem er í samstarfi við Heilsuvernd varðandi græna endurhæfingu, fræðsludaga, vinnustofur, leiðtogaþjálfun stjórnenda, teymisþjálfun starfsmanna, stefnumótun fyrirtækja sem og hópefli, starfsmanna- & hvataferðir. Aldís Arna er umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi og sjálfboðaliði í viðbragðsteymi Rauða Krossins á Vesturlandi.

 

Þjónusta fyrir einstaklinga

 • Einstaklingsmiðuð streituráðgjöf
 • Heilsu- og lífstílsmarkþjálfun
 • Markþjálfun
 • Teymisþjálfun fjölskyldna, para, vina og annarra hópa
 • Græn endurhæfing (með ColdSpot)
 • ,,Gefandi göngur – gaman saman“

 

Þjónusta fyrir fyrirtæki

 • Leiðtogaþjálfun og valdefling
 • Hópefli, starfsmanna- og hvataferðir
 • Stefnumótun & gerð samskipta- og samstarfssáttmála
 • Teymisþjálfun (e. Team Coaching)
 • Vinnustofur

 

Fyrirlestrar, fræðsla og vinnustofur

Lögmálið um lífsgæðin – Jafnvægi í lífi, leik & starfi
Streita & streituvarnir – Að verða sinn eigin ,,Heilbrigðismálaráðherra“

Maður er manns gaman og ógaman
Samskipti, samstarf & starfsánægja – Að verða sinn eigin ,,Félagsmálaráðherra“

Ró í ólgusjó – láttu þér líða vel.
Áfallafræðsla & úrræði – Að verða sinn eigin ,,Orkumálaráðherra“

Leynivopn leiðtogans – leiðtogaþjálfun
Markþjálfun sem verkfæri stjórnenda – Að verða faglegur & farsæll ,,Forseti“

Vegferð að vellíðan og velgengni
Valdefling & markmiðasetning – Að verða sinn eigin ,,Forsætisráðherra“

Lotning & lífsgleði – Tendraðu lífsneistann
Að lifa sér til ánægju og verða sinn eigin ,,Gleðimálaráðherra“

Töfrar eða truflun – tökin á tækninni
Tæknistreita – Að verða sinn eigin ,,Tæknimálaráðherra“

Ég er ég!
Sjálfsrækt – Að verða sinn ,,eigin alræðisherra“

Úr drasli í drottningu
,,Doktorspróf“ í sjúklegri streitu (út frá reynslu) og leiðin aftur til baka aftur til bata

 

Námskeið

Mitt líf – mín leið
Heilsumarkþjálfun: Heildræn heilsufarsefling (líkamleg, andlega og félagsleg heilsa)

Valdefling & vellíðan – sjálfsrækt & sigrar
Sjálfstyrkingarnámskeið

Orku-, vellíðunar- og streitustjórnun
Sjálfstyrkingarnámskeið

Ró í ólgusjó – láttu þér líða vel
Orku- og streitutjórnun: Áfram veginn – ,,einhvern veginn“

Streita, meðvirkni & streituvarnir
Einstaklingsbundnar streituvarnir – hvaða leið hentar mér til að ná jafnvægi í leik og starfi?

Hópstarf gegn streitu
Hvatning – hópefli – framtíðarsýn

Starfslok og næstu skref
Að halda virðingu sinni og blómstra þrátt fyrir atvinnumissi

 

Markþjálfun

Markþjálfun er vinsæl og virt aðferðarfræði sem nýtist jafnt til starfa, í árangursríkum samskiptum og við markmiðasetningu hvers konar.

Tilgangur markþjálfunar er að einstaklingar upplifi ríkari tilgang, lífshamingju, sigra og sátt. Markþjálfun er vettvangur visku, virðingar & trausts og miðar að því að markþjálfi styðji marksækjanda í að taka fulla ábyrgð og stjórn á eigin lífi og líðan með sjálfsrækt að leiðarljósi.

Markþjálfun á rætur að rekja í virtar fræðigreinar, m.a. jákvæða sálfræði, leiðtogafræði, stefnumótun, íþróttafræði, hugræna atferlismeðferð (HAM), geðlækningar, sálgæslu, tilvistarsálfræði, uppeldisfræði og NLP.

Markþjálfun er fyrir hvern þann sem hefur metnað til þess að fá meira út úr lífinu og blómstra – þann sem vill með stuðningi markþjálfa virkja sína innri visku & styrk til þess að breyta draumsýn í veruleika á hvaða sviði lífsins sem er, t.d. varðandi heilsueflingu (heilsumarkþjálfun), samskipti, nám & störf, jafnvægi einkalífs og atvinnu, aukna lífsgleði og aukin lífsgæði.

Viðfangsefni markþjálfunar snúast einkum um að leita svara við eftirfarandi spurningum:

 • Hver er ég (raunverulega)?
 • Hvað vil ég (raunverulega)?
 • Af hverju vil ég þetta?
 • Hvernig skilgreini ég árangur? Hvað er árangur fyrir mér?
 • Hvernig næ ég markmiðum mínum á uppbyggilegan, árangursríkan hátt og skemmtilegan hátt?
 • Hver er minn tilgangur í lífi, leik og starfi? Hvað kom ég til að læra og hvað ætla ég að skilja eftir?

 

Teymisþjálfun

Teymismarkþjálfun hefur reynst hvers konar teymum einstaklega árangursrík leið til þess að bæta líðan, samskipti og árangur fólks innan teymisins. Teymisþjálfun hefur vaxið í vinsældum á vinnustöðum um allan heim þar sem hún er til þess fallin að auka vellíðan og velgengni starfsmanna, bæta þar með starfsanda, samskipti, samstarf og vinnugleði sem leiðir af sér aukin afköst, framleiðni og hagnað fyrirtækja. Í teymisþjálfun koma saman markþjálfi – sá sem leiðir ferlið og að hámarki 15 manna teymi sem vill finna leiðina að sameiginlegum árangri & ávinningi – og hafa gagn & gaman af því um leið.

Teymismarkþjálfun miðar að því að ná eftirfarandi fram:

 • Sameiginlegir sigrar – Að ná fram bestu mögulegu niðurstöðu (ekki málamiðlun) í aðkallandi viðfangsefni (samskipti, samstarf, rekstur).
 • Stuðla að því að 1+1+1 verði miklu meira en 3 með ,,margföldunaráhrifum markþjálfunar.“
 • Tryggja að mismunandi sjónarmið fái áheyrn.
 • Stuðla að því að teymið sé samstillt, vel upplýst og líti til sömu áttar.
 • Stuðla að bættri líðan, starfshelgun og vinnugleði á vinnustað.
 • Skapa aðstæður sem hvetur einstaklinga til þess að blómstra í lífi & starfi.

Enginn getur allt, allir geta eitthvað & saman getum við fullt…

 

Heilsuefling – Heilsumarkþjálfun

,,Heildræn heilsufarsefling – heilsumarkþjálfun“: Einstaklingi er fylgt eftir með markþjálfun á öllum stigum heilsufarseflingarinnar (háð þeirri leið sem viðkomandi velur). Tilgangurinn er að auka skuldbindingu þeirra sem vilja ná tökum á heilsunni í eitt skipti fyrir öll með því að veita viðkomandi fræðslu, stuðning og aðhald. Í kjölfarið aukast líkurnar á að varanlegur árangur náist í lífsstílsbreytingarferlinu og að viðkomandi upplifi bætta líðan og betri lífsgæði.

 

Streituráðgjöf

Streituráðgjöf til einstaklinga felst í því að greina streituvalda og álagsviðbrögð viðkomandi svo móta megi einstaklingsbundna streituvarnaráætlun til framtíðar. Streituvarnaráætlunin tekur mið af aðstæðum og persónuleika þess sem þjónustuna sækir og markmið hennar er að kortleggja ákjósanlegar leiðir sem henta viðkomandi til þess að verjast streitunni – sigra streituna áður en streitan sigrar einstaklinginn með fræðslu til forvarna.

Streituráðgjöf á vinnustað lítur einkum að gerð forvarna- og fræðsluáætlana sem miða að því að bæta vellíðan & velgengni á vinnustað með samstilltu átaki og meðvitund stjórnenda & starfsmanna. Fræðsla er besta forvörnin gegn streitu og vanlíðan hvers konar. Fyrsta skref er yfirleitt að byrja á fræðslu til stjórnenda og starfsmanna. Síðar er hægt að bæta fleiri þjónustuþáttum við þjónustuna, s.s. aukinni fræðslu og einstaklingsbundinni streituráðgjöf til sérhvers starfsmanns.

 

Hópastarf gegn streitu

Hópstarf gegn streitu felst í að nokkrir einstaklingar komi vikulega saman í hóp í 8-10 skipti, 2 klst. í senn með streituráðgjöfum Heilsuverndar. Markmiðið með hópstarfi er sjálfsefling og stuðningur einstaklinga til að ná tökum á streitunni og tilverunni. Streituráðgjafarnir Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Aldís Arna Tryggvadóttir, ICF vottaður markþjálfi, stýra fundinum sem skiptist í fræðslu og samtal þátttakenda.
Í hópstarfi gildir gagnkvæmt traust og trúnaður.

 

Ráðgjöf AAT

 • Samstarfs- og samskiptaráðgjöf: Gerð samstarfs- og samskiptasáttmála á vinnustað. Skortur á upplýsingaflæði og óskýr hlutverk geta verið mikill streituvaldur á vinnustað. Samstillt teymi sem hefur sömu markmið að leiðarljósi nær frekar árangri en ella. Ráðgjöfinni er ætlað að stilla saman strengi, skerpa fókusinn og stuðla að árangursríkum samskiptum og gefandi samstarfi.
 • Leiðtogaþjálfun & valdefling stjórnenda & starfsmanna.
 • Stefnumótun fyrirtækja með skilgreiningu á markmiðum til lengri og skemmri tíma, gildum og framtíðarsýn tengt forvörnum, fræðslu og heilsueflingu á vinnustað (getur líka verið viðskiptafræðileg stefnumótun).

 

Græn endurhæfing

Endurhæfing sem fer fram að hluta eða mestu leyti úti í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á líðan og árangur einstaklinga.

Heilsuvernd er í samstarfi við ColdSpot, heilsutengda ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í streitulausum ferðum þar sem núvitund, náttúrunautn og náungakærleikur er í fyrirrúmi. Ferðirnar eru frá hálfum degi upp á 14 daga. Í öllum ferðunum er meginstefið áhersla á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Líkamleg heilsa felst einkum í hreyfingu, s.s. gönguferðir, hjólaferðir, hestbak, sund, dans og jóga. Andleg heilsa felst einkum í fræðslu, hvatningarfyrirlestrum (e. motivational speaking) og jákvæðum innleggjum um lífið og tilveruna sem rækta sálina & sjálfið. Félagsleg heilsa felst einkum í mannrækt og gefandi samskiptum, leikjum og samveru. Markmiðið er að skilja eftir dýrmætt veganesti í hugum & hjörtum þátttakenda.

Sendu Aldísi skilaboð

Nafn (nauðsynlegt)

Kennitala (nauðsynlegt)

Sími (nauðsynlegt)

Tölvupóstur (nauðsynlegt)

Skilaboð

Skilaboðin eru send á móttöku Heilsuverndar og verður svarað sem fyrst