HelgaHronnOladottir

Helga Hrönn Óladóttir

MS í Mannauðsfræðum og umdæmisstjóri Streituskólans á Norðurlandi

Helga Hrönn starfar sem fyrirlesari og hefur sinnt umdæmisstjórn Forvarna ehf/Streituskólans á Norðurlandi undanfarin ár. Fræðsluerindin eru lífleg, fræðandi og leggur Helga Hrönn ríka áherslu á virkan þátt og umræður þátttakenda. Helga Hrönn hefur talað fyrir hundruði fyrirtækja ásamt því að veita jafningjafræðslu fyrir einstaklinga. Þá hefur hún komið að úrvinnslu þyngri mála innan fyrirtækja á borð við einelti og annarskonar samskiptavanda.

Helstu erindi Helgu Hrannar snúa að streituforvörnum, árangursríkum samskiptum, tímastjórnun, mannauðsstjórnun, sálfélagslegum stuðning á tímum covid, vinnustaðamenningu og breytingastjórnun.

Helga Hrönn lauk MS í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands en áður kláraði hún BS í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla. Það má því með sanni segja að áhugasvið hennar snúi að mannlegum þáttum frá vöggu til grafar. Helga Hrönn er einnig starfandi mannauðs- og verslunarstjóri í dag en einnig sinnir hún kórstjórn. Þá hefur Helga Hrönn sinnt stundarkennslu í mannauðsstjórnun við Háskólann á Akureyri á Heilbrigðisvísindasviði.

Helga Hrönn hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu á sviði stjórnunarstarfa, stefnumótunar, mannauðsstjórnunar, þjónustu og umönnunarstarfa. Einnig sinnir hún sjálfboðastarfi hjá Rauða Krossi Íslands.

 

Fyrirlestrar, fræðsla og vinnustofur

Sigraðu streituna
Munurinn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu – Forvarnir og úrlausnir á streitu.
Þátttakendum er gefin verkfæri til að greina streitu og þeim kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna á streitu. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna. Fjallað um ný hugtök úr streitufræðunum þ.e. daghvíld á vinnustað og viðurkenndar aðferðir sem stuðla að slökun á vinnutíma.

Tæklaðu tímann með tímastjórnun
Aðferðir sem stuðla að bættri tímastjórnun og forgangsröðun svo draga megi úr streitu og kulnun.
Farið verður í tímaáætlanir og komið inn á algeng skipulagsforrit sem gagnast í daglegu lífi. Þátttakendum verður gefin betri yfirsýn yfir verkefnin sín, aukin skipulagshæfni sem og bætt forgangsröðun í starfi, námi eða daglegu lífi.

Sigraðu storminn
Erindi sem eflir og þéttir starfsmannahópinn, gefur skýra mynd af flókinni stöðu stjórnenda, veitir andlegan stuðning og bjargráð á erfiðum tímum.
Markmið fyrirlestursins er að styðja við starfsfólk og stjórnendur með því að veita þeim fræðslu til forvarnar streitu og andlegra afleiðinga sökum samfélagslegs streituvalds á borð við heimsfaraldur, snjóflóð, jarðskjálfta og hópuppsagnir svo dæmi megi nefna.

Stoppustöðin
Fræðsla fyrir starfsfólk fyrirtækja sem starfsmenn geta nálgast eftir hentugleika.
Í Stoppustöðinni er keyptur aðgangur fyrir starfsfólk að rúmlega 2 klst efni (skipt niður í styttri erindi). Erindin snúa að samskiptum, streitu/kulnun/sjúklegri streitu, tímastjórnun, heilsu, slökunaræfing og áföllum við samfélagslegum streituvöldum á borð við jarðhræringar, snjóflóð og heimsfaraldur.
Efninu er þá hlaðið niður á sameiginan gagngrunn fyrirtækisins og starfsfólk getur hlustað þegar þeim hentar og eins oft og þeir vilja/þurfa.

Farsæl framtíð
Málstofa á vinnustað – Áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk fást við í kjölfar covid-19 faraldursins.
Markmiðið er að vekja þátttakendur til umhugsunar varðandi mannauðsmál er skipta máli þegar horft er til framtíðar nú þegar hjólin eru farin að snúast á ný og breytt landslag er staðreynd flestra fyrirtækja og stofnanna.

Árangursrík samskipti og vinnustaðamenning
Hvernig má að stuðla að árangursríkum samskiptum innan vinnustaðar.
Fyrirlestur með einstaklingsvinnu þar sem hver og einn þarf að horfa inn á við. Komið er inn á m.a. kveikju af togstreitu á milli starfsmanna og einnig á milli starfsmanna og stjórnenda, breytingastjórnun og mikilvægi vinnutaðamenningar á slíkum tímamótum. Þátttakendum eru gefin ráð til að verja orku sinni á uppbyggilegan hátt sem og vernda frá neikvæðni og erfiðleikum.

Eflum unga fólkið okkar
Erindinu er ætlað að gefa ungu fólki með stutta vinnusögu verkfæri til að móta eigin starfsframa.
Oft á tíðum eru markmiðin óljós og fókusinn á röngum stað. Markmiðið er að efla ungt fólk, fjalla um það hvaða merkingu vinnusamand hefur og um leið hverjar skyldur þeirra eru. Hentar mjög vel þeim fyrirtækjum sem hafa mikið af ungu fólki í starfi.

Sendu Helgu skilaboð

Nafn (nauðsynlegt)

Kennitala (nauðsynlegt)

Sími (nauðsynlegt)

Tölvupóstur (nauðsynlegt)

Skilaboð

Skilaboðin eru send á móttöku Heilsuverndar og verður svarað sem fyrst