Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir

Ph.D., félagsráðgjafi

Dr. Sveinbjörg Júlía lauk BA-prófi í félagsvísindum og námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og meistaraprófi frá Göteborgs Universitet. Hún varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands 12. desember 2014.

Júlía hefur starfað við félagsráðgjöf og kennslu, lengst sem forstöðufélagsráðgjafi hjá Geðsviði LSH. Hún hefur m.a. mikinn áhuga á uppeldisskilyrðum barna og lífsgæðum þeirra sem greinst hafa með geðsjúkdóma og leggur mikla áherslu á heildarsýn aðstæðna einstaklinga og fjölskyldna, samspili þeirra innbyrðis og í umhverfi sínu. Hún hefur starfsleyfi Landlæknis sem sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði.

 

Þjónusta

Greining og skimun vanda eftir viðurkenndum aðferðum félagsvísinda áður en úrvinnsla hefst. Aðstoða einstaklinga, pör, fjölskyldur og hópa við að ná tökum á tilverunni á eigin forsendum. Júlía hvetur fólk til þess að vinna í sínum málum og leggur fram verkefni til úrvinnslu, sem byggð eru á praktískum og hugmyndafræðilegum gagnreyndum gögnum.

 

Sálfélagslegt áhættumat – Streitumælingar

Júlía gerir sálfélagslegt áhættumat hjá fyrirtækjum og stofnunum skv. lögum  um hollustuhætti á vinnustöðum á þeim þáttum í vinnuumhverfinu sem mögulega geta haft áhrif á heilsu og líðan í starfi. Sérstaklega eru skoðaðir streituvaldar og samskipti og andleg líðan.

 

Einstaklingbundin samtalsmeðferð

Byggir á sálfélagslegum aðferðum með einstaklingum sem glíma við ýmis og jafnvel ólík mál og hefur reynst mörgum vel í þeim tilgangi að draga úr streitu og/eða áhrifum hennar á daglegt líf heima og að heiman.

 

Parameðferð

Markmið meðferðarinnar er að draga úr vanda og bæta samskipti og ánægju. Vandamál geta tengst m.a. óvæntum atburðum eins og dauðsföllum, veikindum, slysum, fötlun, kynlífsvanda og aðlögunarhæfni í samböndum.

 

Fjölskyldumeðferð/vinna

Markmið með viðtölum/meðferð er að draga úr vandamálum og bæta aðlögun, samskipti og ánægju innan fjölskyldu. Eins konar uppeldisráðgjöf. Vandamál geta m.a. tengst áfengis- og vímuefnamálum, einelti, vinnu og vinum. Þá geta vandamál tengst ættleiðingu, stjúptengslum, tengslum við tengdafjölskyldu o.fl.

 

Fyrirlestrar, fræðsla og ráðgjöf og eftir atvikum með fjarfundabúnaði

  • Lengi býr að fyrstu gerð
  • Bættur lífsstíll – burt með streitu – betri heilsa
  • Streitustjórnun
  • Einstaklings- og hóphandleiðsla
  • Hópefli – Hvatning
  • Breytingaaflið
  • Byggjum á fortíð og nútíð og horfum til framtíðar

Sendu Júlíu skilaboð

Nafn (nauðsynlegt)

Kennitala (nauðsynlegt)

Sími (nauðsynlegt)

Tölvupóstur (nauðsynlegt)

Skilaboð

Skilaboðin eru send á móttöku Heilsuverndar og verður svarað sem fyrst