Áhrifarík samskipti

Námskeið ætlað skipulagsheildum og hópum. Hentar einkar vel á afmörkuðum fundum eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.

Flokkur:

Áhrifarík samskipti

Langar þig til þess að gera góðan vinnustað enn betri? Á þessu námskeiði eru kenndar áhrifaríkar leiðir til að bæta hæfni starfsfólks í mannlegum samskiptum.

Er „kvartkúltúr“ á þínum vinnustað eða langar þig bara að gera góðan vinnustað enn betri? Andrúmsloftið á vinnustað okkar snýst að miklu leyti um mannleg samskipti og í flestum tilfellum getur vellíðan starfsmanna og afkoma fyrirtækisins tengst því hversu fært starfsfólkið er í samskiptum. Á þessu námskeiði eru kenndar áhrifaríkar leiðir til að bæta hæfni í mannlegum samskiptum m.a. með því að læra að fá fólk í lið með þér, leysa ágreining á uppbyggilegan hátt og skapa jákvætt andrúmsloft á vinnustaðnum. .

Fyrirlesari: Sigríður Þormars hjúkrunarfræðingur og doktor í áfallasálfræði

Tímalengd: 3 klst.

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina. Hægt er að velja um ýmsar tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

Sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt panta eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka