Allir geta örmagnast

Með kulnun er átt við að fólk brenni út í starfi en með örmögnun er átt við að fólk brenni út í lífinu – og það þarf alls ekkert að tengjast starfi einstaklings.

Hins vegar endar samt flest fólk sem örmagnast í lífinu á því að kulna í starfi…..

Allir geta örmagnast!

Hvernig lífsferðalag okkar getur leitt til örmögnunar

Lífsörmögnun (Vital Exhaustion) er ástand sem hefur þróast yfir lengri tíma vegna ýmis konar langvarandi streitu í lífinu sjálfu. Mikilvægt er að hafa í huga að lífsörmögnun hefur áhrif á allt daglegt líf einstaklingins, fjölskyldu og almenn lífsgæði.

Lífsörmögnun er að mörgu leyti áþekk hugtakinu kulnun sem töluvert hefur verið í umræðunni að undanförnu. Með kulnun er átt við að fólk brenni út í starfi en með örmögnun er átt við að fólk brenni út í lífinu – og það þarf alls ekkert að tengjast starfi einstaklings. Hins vegar endar flest fólk sem örmagnast í lífinu á því að kulna í starfi, að sögn Eyglóar.

Ein algengasta ástæða þess að fólk leitar sér hjálpar vegna örmögnunar er að líkaminn gefur sig. Dæmi eru t.d. um að fólk vakni einn daginn og geti ekki hreyft sig.

Eygló Guðmundsdóttir, doktor í heilbrigðisvísindum og sálfræðingur, hefur rannsakað örmögnun og skoðað tengingu áfalla og streitu sl. 20 ár. Rannsókn Eyglóar á foreldrum krabbameinssjúkra barna sýndi m.a. gríðarlega sterkt samband milli áfalla tengdum greiningu og veikindum barns og örmögnunar. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á samband hjarta-og æðasjúkdóma við stig örmögnunar en aukin einkenni örmögnunar geta aukið líkur á hjartaáfalli í annars heilbrigðum einstaklingum um 150%.

Það fylgir því enn mikil skömm að örmagnast. Brýnt er því að opna umræðuna um örmögnun og læra þekkja hættumerkin, því þetta getur hent okkur öll!

Í fyrirlestrinum fjallar Eygló m.a. um megin einkenni lífsörmögnunar, afleiðingar langvarandi streitu, samband áfalla og örmögnunar.

 

Fyrirlesari: Dr. Eygló Guðmundsdóttir, sálfræðingur

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða panta fyrirlesturinn fyrir hópa eða vinnustað.

 

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka