Árangursrík samskipti

Viltu ná forskoti í samskiptafærni? Hnitmiðað námskeið þar sem þátttakendum eru kennd leikni í mannlegum samskiptum.

SENDA FYRIRSPURN

Árangursrík samskipti

 

Hér er um hnitmiðað námskeið/fyrirlestur að ræða þar sem tekin verða fyrir þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum.

Samfélagið og atvinnumarkaðurinn gerir sífellt auknar kröfur til fólks um leikni í mannlegum samskiptum. Erindið er þannig hugsað fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína og færni á því sviði. Farið verður yfir þau atriði sem einkenna jákvæð og árangursrík samskipti og hvernig unnt er að takast á við krefjandi einstaklinga með farsælum hætti þrátt fyrir ólíkar þarfir þeirra og framkomu. Þá er sömuleiðis fjallað um samtalstækni, virka hlustun, listina að gagnrýna og aðferðir til að leysa ágreining.

 

Lengd 
Allt frá 60 mín. upp í 3ja tíma vinnustofu, eða eftir samkomulagi.

 

Leiðbeinandi
Bragi Reynir Sæmundsson, sálfræðingur

 

 

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka