Eflum unga fólkið okkar
Fyrirlestur þar sem markmiðið er að efla ungt fólk. Fjallað er um vinnusambandið og skyldur. Hentugt fyrir fyrirtæki sem hafa mikið af ungu fólki í starfi.
Eflum unga fólkið okkar
Erindinu er ætlað að gefa ungu fólki með stutta vinnusögu verkfæri til að móta eigin starfsframa. Oft á tíðum eru markmiðin óljós og fókusinn á röngum stað.
Í fyrirlestrinum talar Helga Hrönn út frá eigin reynslu á vinnumarkaði svo að fræðslan er að miklu leiti byggð á jafningjafræðslu.
- Markmiðið er að efla ungt fólk, fjalla um það hvaða merkingu vinnusamband hefur og um leið hverjar skyldur þeirra eru.
- Hvað þýðir það að vera framúrskarandi starfsmaður? Hvað skal varast?
- Einnig er fjallað um streitu ungs fólks og hvernig það getur lágmarkað streituvalda sína.
- Hentar mjög vel þeim fyrirtækjum sem hafa mikið af ungu fólki í starfi.
Leiðbeinandi
Helga Hrönn Óladóttir, mannauðsfræðingur og streituráðgjafi
Lengd fyrirlesturs
45 mín erindi með einstaklingsvinnu
Athugið: staðar- eða fjarfræðsla
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra/námskeið og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.