Farsæl framtíð – Málstofa á vinnustað

Hér er á ferðinni málstofa sem veitir stjórnendum innsýn í sjónarmið og kröfur starfsmanna þegar litið er til breyttrar framtíðar og stefnumótunar í kjölfar covid.

SENDA FYRIRSPURN

Farsæl framtíð – Málstofa á vinnustað

Í þessu erindi er fjallað um þær áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk fást við í kjölfar covid-19 faraldursins. Markmiðið er að vekja þátttakendur til umhugsunar varðandi mannauðsmál er skipta máli þegar horft er til framtíðar nú þegar hjólin eru farin að snúast á ný og breytt landslag er staðreynd flestra fyrirtækja og stofnanna.

Ólík sjónarmið og mismunandi leiðir henta hverjum vinnustað fyrir sig svo reynt verður eftir fremsta megni að ramma framtíð vinnustaðarins inn með tilliti til hentugleika, hagkvæmni og hugsjón.

Dæmi um spurningar sem unnið verður út frá:

  • Hvað gekk vel og hvað mátti betur fara á tímum covid?
  • Fjarfundir í framtíðinni, undir hvaða kringumstæðum?
  • Sveigjanleiki/heimavinna hvað er hentugast og hvaða reglur þarf að móta?
  • Hvaða búnaður er í boði?
  • Tryggingar þegar unnið er heima fyrir

Og margt fleira.

Vinnulotan veitir stjórnendum innsýn í sjónarmið og kröfur starfsmanna þegar litið er til breyttrar framtíðar og stefnumótunar.

 

Stjórnandi málstofu: Helga Hrönn Ólafsdóttir, mannauðsfræðingur

 

Hægt er að velja um:

45 mín vinnulotu með mikilli virkni eða 2ja tíma vinnulotu með mikilli virkni

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna í samræmi við óskir hvers og eins.

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka