Forvarnir gegn kulnun

Námskeið ætlað skipulagsheildum og hópum. Hentar einkar vel á afmörkuðum fundum eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.

Flokkur:

Kulnun er ein aðalorsök veikindadaga og uppsagna starfsfólks

Er mikið álagið á starfsfólkinu? Viltu hlúa að því og byggja það upp? Kulnun er ein aðalorsök veikindadaga og uppsagna starfsfólks. Orsök kulnunar er oft sú að starfsmenn “brenna kertið í báða enda”, eða ná ekki að slaka á og kúpla sig frá vinnu þegar heim er komið.

Gott starfsfólk er gulls ígildi og bæði fyrirtækið og starfsfólk þess græða á því að fólk kunni að hlúa að sér og hafi jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Hér er farið í gegnum einföld skref sem hægt er að taka til að ná umræddu jafnvægi og hlaða batteríin.

Stjórnandi námskeiðs: Sigríður Björk Þormar, Doktor í áfallasálfræði

 

Námskeiðið er 45 mínútur upp í 2 klukkustundir (eftir óskum).

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina. Hægt er að velja um ýmsar tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

Sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt panta eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka