Gjafabréf í streituráðgjöf

18.000 kr. - 90.000 kr.

Streituráðgjöf hjá streituráðgjafa frá Streituskólanum – Heilsuvernd.

Tilvalin gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um …Því hver dagur er dýrmætur!

Í boði er að kaupa gjafabréf í ráðgjöf sem inniheldur 1 tíma (18.000 kr), 2 tíma (36.000 kr) eða 5 tíma (90.000 kr). 

Flokkur:

Gjafabréf – Streituráðgjöf

Fyrir hvern þann sem vill læra að stjórna streitunni í lífi sínu og stuðla að auknu jafnvægi og betri lífsgæðum. Streituráðgjafi veitir persónulega ráðgjöf og stuðning.

Streituráðgjöf felst í því að greina streituvalda og álagsviðbrögð viðkomandi svo móta megi einstaklingsbundna streituvarnaráætlun til framtíðar. Streituvarnaráætlunin tekur mið af aðstæðum og persónuleika þess sem þjónustuna sækir og markmið hennar er að kortleggja ákjósanlegar leiðir sem henta viðkomandi til þess að verjast streitunni – sigra streituna áður en streitan sigrar einstaklinginn með fræðslu til forvarna.

 

Ráðgjöfin er veitt af streituráðgjafa Streituskólans hjá Heilsuvernd. Hægt er að bóka tíma hjá eftirtöldum ráðgjöfum:

Aldís Arna Tryggvadóttir, PCC vottaður markþjálfi, dáleiðari og streituráðgjafi

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, Félags- og fjölskyldufræðingur og streituráðgjafi

Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, Ph.D félagsráðgjafi og streituráðgjafi

 

Í boði eru bæði rafrænir fjarfundar-tímar og staðar-tímar í streituráðgjöf sem þá fara fram í Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogi.


Hvað má bjóða þér:

  • 1 tími í ráðgjöf: kr. 18.000
  • 2 tímar í ráðgjöf: kr.  36.000
  • 5 tímar í ráðgjöf: kr. 90.000

 

Þegar greiðslan hefur gengið í gegn sendum við þér rafrænt gjafabréf í tölvupósti frá Heilsuvernd á netfangið sem þú settir inn þegar þú greiddir fyrir gjafabréfið.

Gjafabréfið er í stærðinni A4 og afhendist sem pdf skjal sem þú getur annaðhvort áframsent á viðtakandann eða prentað út heima og gefið í jólapakkann.

Handhafi gjafabréfsins getur svo valið hvaða streituráðgjafa hann vill hitta og bókað tíma þegar honum hentar hjá Heilsuvernd í síma 510 6500 eða með því að senda póst á hv@hv.is

 

 Athugið gjafabréfið gildir í 1 ár frá útgáfudegi þess.

Sendu okkur póst á sigrunsf@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka