Gjafabréf – Ítarleg heilsufarsskoðun og hjartaálagspróf
58.500 kr.
Gjafabréf í ítarlega heilsufarsskoðun og hjartaálagspróf er tilvalin gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um.
Reglulegar heilsufarsskoðanir auka líkurnar á að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma á byrjunarstigi.
Hugsaðu um heilsuna – Því hver dagur er dýrmætur!
Gjafabréf – Ítarleg heilsufarsskoðun og hjartaálagspróf
Umfangsmikil og ítarleg heilsufarsskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er heilsufarssaga, gerð nákvæm líkamsskoðun, andleg líðan og áhrif streitu er metin og hjartaálagspróf framkvæmt (nema þegar frekar er mælt með öðrum hjartarannsóknum).
Framkvæmd:
Tekin er ítarleg heilsufarssaga og nákvæm líkamsskoðun. Leitað er m.a. að einkennum hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, efri öndunarfærasjúkdóma og sykursýki, nýrnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma, stoðkerfis- og taugasjúkdóma. Andleg líðan og streita er metin og áhrif þess á heilsu viðkomandi.
Skoðanirnar eru sniðnar að aldursbilum einstaklinga og innifela meðal annars í sér eftirfarandi þætti:
- Ítarlegur spurningalisti varðandi heilsufar og ættarsögu
- Þyngd, hæð og útreiknun líkamsþyngdarstuðuls (BMI)
- Áætlun fituhlutfalls í líkamanum (Fituprósenta)
- Blóðþrýstingur og púls
- Blóð og þvagrannsókn með tilliti til áhættuþátta
- Áhættumat fyrir krabbameini og tilvísun í frekari rannsóknir ef þörf er talin á því
- Öndunarmæling (spirometry)
- Hjartalínurit
- Hjartaálagspróf (nema þegar frekar er mælt með öðrum hjartarannsóknum).
- Almenn læknisskoðun
- Ráðleggingar varðandi niðurstöður, mataræði og hreyfingu auk bætiefna.
Tímalengd: 45-70 mínútur.
Við kaup á gjafakorti – Ferlið:
- Smelltu á Skráning til að virkja pöntun og gjafabréfið er komið í körfuna þína.
Athugið gjafabréfið gildir í 1 ár frá kaupdegi þess. - Greiðsluupplýsingar. Skráðu inn upplýsingar um greiðanda.
Skráðu nafn þess sem á að vera handhafi gjafakortsins(þátttakandi).
Ef þú veist ekki netfang handhafa skaltu setja þitt netfang.
Undir Þín pöntun smelltu á Greiða. - Greiðslusíða. Yfirlit pöntunar.
Veldu greiðslumáta (greiðslukort eða Kass) og fylltu út í greiðsluformið.
Smelltu á Greiða. - Kerfið sendir kvittun fyrir kaupunum á netfang greiðanda.
- Við munum senda þér í netpósti rafræna útgáfu af gjafabréfinu stílaða á handhafa gjafakortsins. Viðkomandi framvísir svo gjafabréfinu (rafræn mynd eða útprentað) þegar komið er í heilsufarsskoðunina.
- Handhafi gjafabréfsins bókar tíma þegar honum hentar hjá Heilsuvernd í síma 510 6500 eða í gegnum hv@hv.is
Athugið gjafabréfið gildir í 1 ár frá útgáfudegi þess.
Skoða einnig gjafabréf fyrir Ítarlega heilsufarskoðun og lífsstílsráðgjöf
Sendu okkur póst á tjonusta@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.
Einnig er hægt að koma og kaupa útprentað A5 gjafabréf hjá Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 2. hæð, 203 Kópavogi.