Gjafabréf – Ítarleg heilsufarsskoðun og hjartaálagspróf

58.500 kr.

Gjafabréf í ítarlega heilsufarsskoðun og hjartaálagspróf er tilvalin gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um.

Reglulegar heilsufarsskoðanir auka líkurnar á að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma á byrjunarstigi.

Hugsaðu um heilsuna – Því hver dagur er dýrmætur!

Flokkur:

Gjafabréf – Ítarleg heilsufarsskoðun og hjartaálagspróf

Umfangsmikil og ítarleg heilsufarsskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er heilsufarssaga, gerð nákvæm líkamsskoðun, andleg líðan og áhrif streitu er metin og hjartaálagspróf framkvæmt (nema þegar frekar er mælt með öðrum hjartarannsóknum).

 

Framkvæmd:

Tekin er ítarleg heilsufarssaga og nákvæm líkamsskoðun. Leitað er m.a. að einkennum hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, efri öndunarfærasjúkdóma og sykursýki, nýrnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma, stoðkerfis- og taugasjúkdóma. Andleg líðan og streita er metin og áhrif þess á heilsu viðkomandi.

Skoðanirnar eru sniðnar að aldursbilum einstaklinga og innifela meðal annars í sér eftirfarandi þætti:

 • Ítarlegur spurningalisti varðandi heilsufar og ættarsögu
 • Þyngd, hæð og útreiknun líkamsþyngdarstuðuls (BMI)
 • Áætlun fituhlutfalls í líkamanum (Fituprósenta)
 • Blóðþrýstingur og púls
 • Blóð og þvagrannsókn með tilliti til áhættuþátta
 • Áhættumat fyrir krabbameini og tilvísun í frekari rannsóknir ef þörf er talin á því
 • Öndunarmæling (spirometry)
 • Hjartalínurit
 • Hjartaálagspróf (nema þegar frekar er mælt með öðrum hjartarannsóknum).
 • Almenn læknisskoðun
 • Ráðleggingar varðandi niðurstöður, mataræði og hreyfingu auk bætiefna.
Tímalengd: 45-70 mínútur.

 

Við kaup á gjafakorti – Ferlið:
 1. Smelltu á Skráning til að virkja pöntun og gjafabréfið er komið í körfuna þína.
  Athugið gjafabréfið gildir í 1 ár frá kaupdegi þess.
 2. Greiðsluupplýsingar. Skráðu inn upplýsingar um greiðanda.
  Skráðu nafn þess sem á að vera handhafi gjafakortsins(þátttakandi).
  Ef þú veist ekki netfang handhafa skaltu setja þitt netfang.
  Undir Þín pöntun smelltu á Greiða.
 3. Greiðslusíða. Yfirlit pöntunar.
  Veldu greiðslumáta (greiðslukort eða Kass) og fylltu út í greiðsluformið.
  Smelltu á Greiða.
 4. Kerfið sendir kvittun fyrir kaupunum á netfang greiðanda.
 5. Við munum senda þér í netpósti rafræna útgáfu af gjafabréfinu stílaða á handhafa gjafakortsins. Viðkomandi framvísir svo gjafabréfinu (rafræn mynd eða útprentað) þegar komið er í heilsufarsskoðunina.
 6. Handhafi gjafabréfsins bókar tíma þegar honum hentar hjá Heilsuvernd í síma 510 6500 eða í gegnum hv@hv.is
Athugið gjafabréfið gildir í 1 ár frá útgáfudegi þess.

Skoða einnig gjafabréf fyrir Ítarlega heilsufarskoðun og lífsstílsráðgjöf

Sendu okkur póst á tjonusta@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.

 

Einnig er hægt að koma og kaupa útprentað A5 gjafabréf hjá Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 2. hæð, 203 Kópavogi.

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka