Gjafabréf – Ítarleg heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf

14.900 kr.

Gjafabréf í ítarlega heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf er tilvalin gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um.

Reglulegar heilsufarsskoðanir auka líkurnar á að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma á byrjunarstigi.

Hugsaðu um heilsuna – Því hver dagur er dýrmætur!

Flokkur:

Gjafabréf – Ítarleg heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf

Ítarleg heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf er fyrir þá sem vilja taka stöðuna á eigin heilsu, taka heilsuna í gegn með persónulegri aðstoð og stuðningi til að stuðla að langtíma árangri.

Við lífsstílsbreytingar getur það verið gott fyrsta skref að koma í lífsstílsráðgjöf. Einnig er kostur á að koma í eftirfylgni og endurmat hjá hjúkrunarfræðingi til að stuðla að því að langtímaárangur við lífsstílsbreytinguna verði sem bestur.

 

Framkvæmd:

Hver skoðun er einstaklingsmiðuð. Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarssögu og framkvæmir mælingar á eftirfarandi heilsufarsþáttum:

 • Blóðþrýstingur
 • Púls
 • Blóðsykur
 • Kólesteról
 • Hemóglóbín
 • Hæð
 • Þyngd
 • BMI
 • Spirometria
 • Andleg vellíðan
 • Hreyfiplan/Matarplan
 • Markmiðasetning

Í skoðuninni er bæði líkamleg og andleg líðan metin. Hjúkrunarfræðingur veitir persónulega ráðgjöf, sem byggð er á niðurstöðum mælinga og heilsufarssögu, um hvað þarf að gera til að viðhalda og/eða bæta heilsuna.

Tímalengd: 40 mínútur.

 

Við kaup á gjafakorti – Ferlið:
 1. Smelltu á Skráning til að virkja pöntun og gjafabréfið er komið í körfuna þína.
  Athugið gjafabréfið gildir í 1 ár frá kaupdegi þess.
 2. Greiðsluupplýsingar. Skráðu inn upplýsingar um greiðanda.
  Skráðu nafn þess sem á að vera handhafi gjafakortsins(þátttakandi).
  Ef þú veist ekki netfang handhafa skaltu setja þitt netfang.
  Undir Þín pöntun smelltu á Greiða.
 3. Greiðslusíða. Yfirlit pöntunar.
  Veldu greiðslumáta (greiðslukort eða Kass) og fylltu út í greiðsluformið.
  Smelltu á Greiða.
 4. Kerfið sendir kvittun fyrir kaupunum á netfang greiðanda.
 5. Gjafabréfið er tilbúið til afhendingar (gegn framvísun kvittunar) næsta dag hjá
  Heilsuvernd
  Urðarhvarfi 14, 2. hæð
  203 Kópavogi.
 6. Handhafi gjafabréfsins bókar tíma þegar honum hentar hjá Heilsuvernd í síma 510 6500 eða í gegnum hv@hv.is
Athugið gjafabréfið gildir í 1 ár frá útgáfudegi þess.

Skoða einnig gjafabréf fyrir Ítarlega heilsufarsskoðun og hjartaálagspróf

Sendu okkur póst á sigrunsf@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka