Handleiðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur

Sérhæfð og fagleg þjónusta þar sem unnið er með eflingu stjórnenda, einstaklinga eða hópa.

Fræðsla til forvarna eru okkar hvatningarorð, því hver dagur er dýrmætur!

SENDA FYRIRSPURN

Handleiðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur

Einstaklingum er leiðbeint og þeir þjálfaðir til að beita faglegum aðferðum, þroskast í starfi og aðgreina einkalíf frá atvinnu. Veittur er stuðningur við m.a. úrvinnslu tilfinningalegra áhrifa sem erfiðleikar og áföll geta framkallað. Viðfangsefnin geta einnig snert samskipti og ýmis hagnýt úrlausnarefni.

 

1.    Handleiðsla starfsmanna

Þrjú viðtöl með fræðslu um áhrif álags á samskipti og heilsu og leiðsögn um streituvarnir og geðheilsueflingu.

Einkaviðtal 45-60 mín.

 

2.    Handleiðsla mannauðsstjóra

Þrjú viðtöl um gildi um forvarna- og aðgerðaáætlana og handleiðsla um þær miklu breytingar sem orðið hafa á sálfélagslegri vinnuvernd á undanförnum misserum.

Einkaviðtal 45-60 mín.

 

3.    Handleiðsla stjórnenda

Viðtöl um streitu og stjórnunarhætti og handleiðsla um ný viðmið í samskiptum og gildum í kjölfar faraldursins.

Einkaviðtal 45-60 mín.

 

4.    Hóphandleiðsla

Handleiðsla í hópi þar sem unnið er með erfið og flókin verkefni undir álagi. Hópurinn hittir handleiðarann 2-4 sinnum á misseri. Í handleiðslunni fara fram umræður í trúnaði um samskiptim, streituvarnir og veitt er fræðsla um sjálft verkefnið sem getur verið ákveðin þjónusta eða umönnun. Dæmi um slíkt er t.d. faghópur sem starfar saman á deild eða á sambýli. Hentar vel fyrir kennara, lögreglu og sjúkraflutningamenn, heilbrigðisstarfsfólk og alla þá sem starfa við flókin samskipti og mikla ábyrgð.

Hóphandleiðsla: 90 mín.

 

Handleiðslan er leidd af;

Dr. Ólafi Þór Ævarssyni, geðlækni

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna í samræmi við óskir hvers og eins.

 

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka