Heildræn heilsa 2022 – Námskeið

Róum rólega í átt að hollari lífsstíl!

Heildræn heilsa 2022 – hópanámskeið þar sem Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur hjálpar ykkur að byggja upp heilbrigði með jákvæðnina að leiðarljósi.

Líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan.

Heildræn heilsa 2022 – Námskeið

Heilsuefling er tæki til að efla og virkja hæfileika til bættra heilsu og styður þar með jákvæðan lífsstíl og aukin lífsgæði.

Að gera breytingar getur því verið samblanda af lærdómi, núvitund, drifkrafti og hæfni til að taka skrefið.

Heilsutengd vandamál og ofþyngd verða aldrei leyst með skyndilausnum að mati Betu. Lykilatriði er að taka ábyrgð á eigin heilsu og vinna markvisst með þá þætti sem mögulega hamla árangri, svo sem lélegri meltingu, fæðuóþoli og matarfíkn.

Heilbrigði okkar felst í líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan, sem og góðri meðvitund um hvaða næring hentar hverjum og einum best.

Góð fræðsla er lykillinn að árangri.

 

Fyrirkomulag

Kennt verður í fjórum lotum, tveir tímar í senn.

Fræðsla, matarplan, mælingar, hvatning og fleira.

Staðsetning

Heilsuvernd 1. hæð, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur

 

Hámarksfjöldi þáttakanda er 10 manns á hverju námskeiði.

 

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

 

ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka