Heildræn ráðgjöf

Hjá Heilsuvernd er boðið upp á einstaklingsráðgjöf með heildrænni nálgun hjá Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi eða Betu Reynis eins og hún er gjarnan kölluð.

Heildræn ráðgjöf

Í fyrsta tímanum er saga einstaklingsins og ástæða komu skráð, vandamál tengd heilsu kortlögð og beiðni um blóðprufu send lækni, ef þörf þykir. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og aðlöguð að þörfum hvers og eins. Unnið er út frá þeim þáttum sem talið er mest aðkallandi að vinna á og þeim forgangsraðað eftir mikilvægi.

Heilsutengd vandamál og ofþyngd verða aldrei leyst með skyndilausnum að mati Betu. Lykilatriði er að taka ábyrgð á eigin heilsu og vinna markvisst með þá þætti sem mögulega hamla árangri, svo sem lélegri meltingu, fæðuóþoli og matarfíkn.

Heilbrigði okkar felst í líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan, sem og góðri meðvitund um hvaða næring hentar hverjum og einum best. Til að hægt sé að taka heildrænt á heilsu okkar er nauðsynlegt að skoða alla þessa samverkandi þætti, meta styrkleika okkar og vinna í því sem betur má fara. Varanlegur árangur og betri lífsgæði eru mun líklegri þegar við lærum að taka ábyrgð á eigin heilsu og lífi.

Góð fræðsla er lykillinn að árangri.

 

Tímapantanir hjá Heilsuvernd í síma 510 6500 eða sendu póst á hv@hv.is

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka