Heilsufarsskoðanir fyrir vinnustaði
Heilsuvernd sinnir margvíslegum heilsufarsskoðunum fyrir vinnustaði og starfsmenn þeirra, ásamt öðrum sértækum atvinnutengdum skoðunun eins og sjómannaskoðunum, starfsráðningaskoðunum og vegna aukinna ökuréttinda.
Heilsufarsskoðanir fyrir vinnustaði
Heilsufarsskoðanir starfsmanna vinnustaða eru forvarnamiðaðar. Markmiðið að veita hverjum einstaklingi innsýn í stöðu eigin heilsu og koma í veg fyrir eða hefta atvinnutengda vanlíðan, atvinnutengda sjúkdóma eða atvinnusjúkdóma.
Heilsufarsskoðanir starfsmanna taka mið af áhættumati í fyrirtækjum, þekktrar áhættu í starfsgreinum sem og þeim reglugerðum sem í gildi eru um mismunandi starfsemi.
Í ráðgjafaviðtali hjúkrunarfræðings í heilsufarsskoðun er komið inn á almenna líðan og heilsufar, áhættuþætti, hreyfingu, mataræði, hvíld og reykingar.
Ef niðurstöður heilsufarsskoðunar gefur til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf fær starfsmaður viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.
Boðið er upp á eftirfarandi skoðanir:
Grunnskoðun A
- Blóðþrýstingur og púls
- Heildarkólesteról
- Blóðsykur
- Heilsueflandi ráðgjöf hjúkrunarfræðings
Grunnskoðun B
- Blóðþrýstingur og púls
- Heildarkólesteról
- Blóðsykur
- Hæð og þyngd og reiknaður út líkamsþyngdarstuðull
- Heilsueflandi ráðgjöf hjúkrunarfræðings
Ítarleg heilsufarsskoðun hjá hjúkrunarfræðingi
- Blóðþrýstingur og púls
- Heildarkólesteról
- Blóðsykur
- Blóðrauði
- Sjón-, litar- og dýptarpróf
- Heyrnarmæling
- Öndunarmælingar (spirometry)
- Hæð og þyngd og reiknaður út líkamsþyngdarstuðull
- Stoðkerfismat eða streitumat
- Heilsueflandi ráðgjöf hjúkrunarfræðings
Grunnskoðun með áherslu á andlega líðan
- Blóðþrýstingur og púls
- Heildarkólesteról
- Blóðsykur
- Hæð og þyngd og reiknaður út líkamsþyngdarstuðull
- Mat á andlegri líðan; notast við Vellíðunarkvarðamat
- Heilsueflandi ráðgjöf hjúkrunarfræðings
Aðrar atvinnutengdar skoðanir
- Ítarlegar heilsufarsskoðanir með hjartaálagsprófi
- Starfsráðningaskoðanir
- Sjómannaskoðanir
- Flugliðaskoðanir
- Heilsufarsskoðanir vegna kafararéttindi
- Heilsufarsskoðanir vegna aukinna ökuréttinda
- Heilsufarsskoðanir tengt mögulegra einkenna vegna myglu
- Heilsufarsskoðanir vegna vinnu með asbest
- Sértækar heilsufarsskoðanir vegna áhættuþátta í vinnuumhverfi
Hringdu í síma 510 6500 til að panta tíma í skoðun fyrir þína starfsmenn.