Heilsufarsskoðun og ráðgjöf

Hjúkrunarfræðingur tekur heilsufarssögu og gerir heilsufarsmælingar. Persónuleg ráðgjöf.

Heilsufarsskoðun og ráðgjöf

Með reglulegum heilsufarsskoðunum eykur þú líkurnar á að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma á byrjunarstigi.

Hjúkrunarfræðingur tekur stutta heilsufarssögu og framkvæmir mælingar á eftirfarandi heilsufarsþáttum:

  • Blóðþrýstingur og púls
  • Heildarkólesteról
  • Blóðsykur
  • Hæð og þyngd og reiknaður út líkamsþyngdarstuðull
  • Ráðgjöf hjúkrunarfræðings

Í viðtali eftir mælingarnar er komið inn á almenna líðan og heilsufar, atvinnu- og ættartengda áhættuþætti, hreyfingu, mataræði, hvíld og reykingar.

Ef niðurstöður rannsókna gefa til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf eru veittar viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.

 

Tímalengd: 15-20 mínútur.

 

Hringdu í síma 510 6500 til að panta tíma í skoðun eða sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar. 

Hafa samband

 

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka