Reiði og reiðistjórnun
Námskeið þar sem þú lærir að þekkja viðvörunarmerkin og stjórna reiðinni áður en hún verður að vandamáli og veldur skaða.
Reiði og reiðistjórnun
Er reiðin vandamál í þínu lífi?
Reiði er fullkomlega eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir og eðlilegt viðbragð þegar okkur finnst okkur vera ógnað. Reiði er gjarnan afleiðing af einhverju sem veldur okkur sársauka, ótta eða gremju. Reiði getur haft í för með sér óæskilegar aukaverkanir og neikvæðar afleiðingar. Reiði getur meðal annars leitt af sér sambands- og samstarfs erfiðleika, heilsufarsvanda, verri frammistöðu í vinnu og við getum rekið okkur á erfiðleika með yfirvald.
Fyrirkomulag
Námskeiðið byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem er ein gagnreyndasta sálfræðimeðferðin í dag og hefur reynst afar vel í reiðistjórnun.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist betri skilning á sinni reiði, hvað veldur og afhverju, og hvernig hægt er að takast á við eigin reiði á heilbrigðari hátt.
Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast færni til þess að taka eftir viðvörunartáknum sínum um reiði og hafa tileinkað sér verkfæri til þess að stjórna og ráða við reiðina áður en hún verður vandamál.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur og er kennt x1 í viku.
Stjórnandi námskeiðs: Ívar Arash Radmanesh, sálfræðingur
Staðsetning: Heilsuvernd, 1. hæð. Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur
Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.
ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.