Hópstarf gegn streitu – samtalshópur

Hópstarf gegn streitu – samtalshópur.

Fyrir þá sem glíma við kulnun og streitu. Sjálfsefling og gagnkvæmur stuðningur einstaklinga til að ná tökum á streitunni og tilverunni.

Hópefli – Hvatning – Framtíðarsýn

Hópstarf gegn streitu – samtalshópur

Hópstarf hjá Streituskólanum og Heilsuvernd byggir m.a. á kenningum um tengsl tilfinninga og samskipta, virkni og félagslegrar aðlögunar. Því er ætlað að þjóna einstaklingum með fjölþætt mál.

Í hópstarfinu gildir gagnkvæmt traust og trúnaður.

Grundvöllur hópstarfs felst í að fólk tali saman.

 

Markmið hópstarfs:

  • Gagnkvæmur stuðningur einstaklinga til þess að hafa tök á tilverunni, leiðsögn í sjálfseflingu og að styrkja sjálfsmynd, traust og sjálfsvirðingu
  • Auka virkni og getu einstaklinga í þeim tilgangi að auka lífsgæði
  • Styrkja og efla samkennd og skilning
  • Að þekkja styrkleika sína og veikleika
  • Finna hvernig gagnkvæm félagsleg tengsl geta verið styrkjandi
  • Vinna að jákvæðri þróun og breytingum frá degi til dags
  • Þátttakendur fá möguleika á að ræða sameiginlega reynslu og að læra að virða ólíkar skoðanir
  • Huga að möguleikum og réttindum sínum í samfélaginu og öðru sem við á varðandi atvinnu, menntun, búsetu og félagsleg tengsl
  • Byggja á fortíð og nútíð og horfa til framtíðar

 

Stjórnendur námskeiðsins

Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, Ph.D., Félagsráðgjafi

Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

Tímalengd

Vikulegir fundir í 10 vikur

Staðsetning

Heilsuvernd, 2. hæð, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur

 

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

 

ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka