Innleiðing stefnu og viðbragðsáætlunar – EKKO

Fagleg aðstoð sérfræðings Heilsuverndar við mótun og innleiðingar stefnu og viðbragðsáætlunar vegna kynferðislegrar áreitni, kynbundnu ofbeldis, ofbeldis og eineltis á vinnustað (EKKO)

SENDA FYRIRSPURN

Innleiðing stefnu og viðbragðsáætlunar – EKKO

Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi og ofbeldi

 

Markmið innleiðingar á stefnu og viðbragsáætlunar á vinnustað er að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og samskiptavanda sem þróast getur í átt að einelti.

Ferill 1 – Stefna og viðbragðsáætlun

Aðkoma sérfræðings Heilsuverndar að stefnu og viðbragðsáætlun vinnustaðar. Getur falið í sér aðkomu að yfirlestri og endurbótum allt til þess að móta stefnu og/eða viðbragðsáætlun frá grunni.

Ferill 2 – Innleiðing stefnu og viðbragðsáætlunar

Stefna og viðbragðsáætlun er kynnt stjórnendum og starfshópum. Unnið er með viðhorf og staðalímyndir. Farið er yfir áhættu- og verndandi þætti, það er hvaða þættir annars vegar geta aukið hættu á óheilbrigðri hegðun og hinsvegar ýtt undir heilbrigða hegðun.

Þá er gerður samskiptasáttmáli, en í honum felst að skýrt sé hvaða hegðun er í lagi og hver ekki. Markmiðið er að innleiða heilbrigt samskiptamynstur og að hver og einn starfsmaður leggi sitt af mörkum til að viðhalda því.

Ferill 3 – Eftirfylgni

Sérfræðingur Heilsuverndar kynnir starfsmönnum stefnu og viðbragðsáætlun líkt og í ferli 2 á eins árs fresti. Jafnframt er samskiptasáttmáli rifjaður upp.

 

Faglegur leiðbeinandi og sérfræðingur:
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur, MA og fjölskyldufræðingur

 

 

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka