Ítarleg heilsufarsskoðun með hjartaálagsprófi
Umfangsmikil og ítarleg heilsufarsskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er heilsufarssaga, gerð nákvæm líkamsskoðun, andleg líðan og áhrif streitu er metin, og hjartaálagspróf framkvæmt (áhættumat).
Ítarleg heilsufarsskoðun með hjartaálagsprófi
Með reglulegum heilsufarsskoðunum eykur þú líkurnar á að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma á byrjunarstigi.
Tekin er ítarleg heilsufarssaga og nákvæm líkamsskoðun. Leitað er m.a. að einkennum hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, efri öndunarfærasjúkdóma og sykursýki, nýrnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma, stoðkerfis- og taugasjúkdóma. Andleg líðan og streita er metin og áhrif þess á heilsu viðkomandi.
Skoðanirnar eru sniðnar að aldursbilum einstaklinga og innifela meðal annars í sér eftirfarandi þætti:
- Ítarlegur spurningalisti varðandi heilsufar og ættarsögu
- Þyngd, hæð og útreiknun líkamsþyngdarstuðuls (BMI)
- Áætlun fituhlutfalls í líkamanum (Fituprósenta)
- Blóðþrýstingur og púls
- Mittis-mjaðmarhlutfall
- Blóð og þvagrannsókn með tilliti til áhættuþátta
- Áhættumat fyrir krabbameini
- Öndunarmæling (spirometry)
- Hjartalínurit
- Hjartaálagspróf
- Almenn læknisskoðun
- Ráðleggingar varðandi niðurstöður, mataræði og hreyfingu auk bætiefna.
Um er að ræða umfangsmikla heilsufarsskoðun í forvarnarskyni sem tekur að jafnaði um 60-70 mínútur og er framkvæmd í húsnæði Heilsuverndar í Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogi.
Hringdu í síma 510 6500 til að panta tíma í skoðun eða sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.