Ítarleg heilsufarsskoðun með hjartaálagsprófi

Umfangsmikil og ítarleg heilsufarsskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er heilsufarssaga, gerð nákvæm líkamsskoðun, andleg líðan og áhrif streitu er metin, og hjartaálagspróf framkvæmt (áhættumat).

Ítarleg heilsufarsskoðun með hjartaálagsprófi

Með reglulegum heilsufarsskoðunum eykur þú líkurnar á að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma á byrjunarstigi.

Tekin er ítarleg heilsufarssaga og nákvæm líkamsskoðun. Leitað er m.a. að einkennum hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, efri öndunarfærasjúkdóma og sykursýki, nýrnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma, stoðkerfis- og taugasjúkdóma. Andleg líðan og streita er metin og áhrif þess á heilsu viðkomandi.

Skoðanirnar eru sniðnar að aldursbilum einstaklinga og innifela meðal annars í sér eftirfarandi þætti:

 • Ítarlegur spurningalisti varðandi heilsufar og ættarsögu
 • Þyngd, hæð og útreiknun líkamsþyngdarstuðuls (BMI)
 • Áætlun fituhlutfalls í líkamanum (Fituprósenta)
 • Blóðþrýstingur og púls
 • Blóð og þvagrannsókn með tilliti til áhættuþátta
 • Áhættumat fyrir krabbameini og tilvísun í frekari rannsóknir ef þörf er talin á því
 • Öndunarmæling (spirometry)
 • Hjartalínurit
 • Hjartaálagspróf framkvæmt (nema þegar frekar er mælt með öðrum hjartarannsóknum)
 • Almenn læknisskoðun
 • Ráðleggingar varðandi niðurstöður, mataræði og hreyfingu auk bætiefna.

Um er að ræða umfangsmikla heilsufarsskoðun í forvarnarskyni sem tekur að jafnaði um 45-70 mínútur og er framkvæmd í húsnæði Heilsuverndar í Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogi.

 

Verð

53.500 kr.

 

Hringdu í síma 510 6500 til að panta tíma í skoðun eða sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar. 

Hafa samband

 

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka