Ítarleg heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf
Ítarleg heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf fyrir þá sem vilja taka stöðuna á eigin heilsu og taka heilsuna í gegn með persónulegri aðstoð og stuðningi.
Ítarleg heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf
Langar þig að breyta um lífsstíl og taka stöðuna á eigin heilsu til að stuðla að langtímaárangri?
Við lífsstílsbreytingar getur það verið gott fyrsta skref að koma í lífsstílsráðgjöf. Einnig er kostur á að koma í eftirfylgni og endurmat hjá hjúkrunarfræðingi til að stuðla að því að langtímaárangur við lífsstílsbreytinguna verði sem bestur.
Hjúkrunarfræðingur tekur heilsufarssögu og framkvæmir mælingar á eftirfarandi heilsufarsþáttum:
- Blóðþrýstingur
- Púls
- Blóðsykur
- Kólesteról
- Hemóglóbín
- Hæð
- Þyngd
- BMI
- M/M hlutfall
- Fitu %
- Spirometria
- Andleg vellíðan
- Áhættumat fyrir hjarta-og æðasjúkdóma
Í skoðuninni er bæði líkamleg og andleg líðan metin og hjúkrunarfræðingur veitir persónulega ráðgjöf um hvað þarf að gera til að viðhalda og/eða bæta heilsuna.
Hringdu í síma 510 6500 til að panta tíma í skoðun eða sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.