Konur og kulnun – hvernig byggjum við upp þrautseigju!

Námskeið fyrir konur í stjórnendastöðum sem vilja byggja upp þrautseigju gegn streitu og kulnun.

Þetta námskeið er líka í boði sem „lokað námskeið“ ætlað skipulagsheildum og hópum. Hægt er að aðlaga tímasetningar að þörfum hverrar skipulagsheildar fyrir sig.

Komdu og vertu með – það er hægt að snúa þessu við!

Flokkur:

Konur og kulnun – hvernig byggjum við upp þrautseigju!

Þrautseigju gegn streitu og kulnun er hægt að þjálfa upp. Á námskeiðinu er fjallað um streitu, kulnun og áhættuþætti örmögnunar, og kennt hvernig hægt er að setja sér heilbrigð markmið í lífi og starfi.

Þetta námskeið er sérstaklega fyrir konur í stjórnendastöðum sem þurfa á því að halda að endurstilla orkuna sína, byggja upp þrautseigju og styrkja bjargráð sín, óháð því hvort eða hvar í ferli kulnunar þær eru staddar.

 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er þrjú skipti og er kennt í 2 klst. í senn. Tímunum er skipt í fræðslu, verkefnavinnu og umræður.

Stjórnendur námskeiðs: Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og Lilja Níelsdóttir sálfræðingur.

Staðsetning: Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur

 

Næstu námskeið hefjast í september. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Athugið að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.

 

Fyrir skipulagsheildir og hópa:

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina. Þetta námskeið er líka í boði sem „lokað námskeið“ ætlað skipulagsheildum og hópum. Hægt er að aðlaga tímasetningar að þörfum hverrar skipulagsheildar fyrir sig.

 

Teljir þú að námskeiðið henti þér eða þinni skipulagsheild, og ef þú vilt frekari upplýsingar um það skaltu ekki hika við að hafa samband eða senda póst á hv@hv.is og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

 

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka