Kulnun: Er einhver í þínu teymi að brenna út?

Fyrirlestur ætlaður skipulagsheildum og hópum. Hentar einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.

Kulnun er alvarlegt ástand sem enginn hefur efni á!

Kulnun (e. burn-out) er meira en mikil streita. Kulnun er þegar þú upplifir þig algerlega örmagna, að brenna út. Bæði líkamlega og andlega. Þetta hefur mikil áhrif á líf þitt bæði í starfi og einkalífi. Því er mikilvægt að kunna að bera kennsl á fyrstu einkenni kulnunar til að geta gripið snemma inn í, áður en skaðinn er skeður.

Fyrirlesari: Lilja Níelsdóttir, sálfræðingur

 

Lengd fyrirlesturs: 45 mín

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því einnig fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

Sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt panta eða fá nánari upplýsingar um fyrirlesturinn.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka