Leynivopn leiðtogans
Hvernig geta stjórnendur styrkt sig sem leiðtoga og bætt líðan sína og árangur í vinnu og einkalífi án þess að auka álag og streitu.
Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams.
Leynivopn leiðtogans
Markþjálfun til stjórnenda
Markmið námskeiðsins er að minnka álag, áreiti og streitu stjórnenda með því að kenna þeim grunnaðferðarfræði markþjálfunar í samskiptum og markmiðasetningu.
Stjórnendur eru undir miklu álagi í vinnu og samskiptum. Þeir eru bakhjarlar margra en eiga yfirleitt sjálfir fáa eða jafnvel enga bakhjarla.
Í fyrirlestrinum er annars vegar farið yfir það hvernig stjórnendur geta styrkt sig sem leiðtoga og bætt líðan sína og árangur í vinnu og einkalífi án þess að auka álag og streitu. Hins vegar er fjallað um hvernig stjórnendur geta eflt og hvatt starfsmenn sína til þess að bera ríkari ábyrgð á eigin líðan, heilsu og árangri í leik & starfi á uppbyggilegan og árangursríkan hátt.
Dæmi um spurningar sem svarað verður á námskeiðinu:
- Hvað er markþjálfun & hver eru megin verkfæri aðferðarfræðarinnar?
- Hvernig má efla leiðtogahæfni stjórnenda & starfsmanna og laðað fram það besta í viðkomandi?
- Hvernig getur samtalstækni markþjálfunar minnkað álag á stjórnendum?
- Hvernig má stuðla að fyrirmyndar samskiptum?
- Hvernig getur markþjálfun kennt einstaklingum að bera ríkari ábyrgð á eigin heilsu, líðan & árangri?
- Hvernig getur markþjálfun verið forvörn gegn álagi, streitu og vanlíðan?
- Hvernig nýtist teymismarkþjálfun til að bæta vinnustaðarmenningu og velgengni vinnustaðarins?
Sannur leiðtogi hvetur fólk til þess að sjá virði sitt og endalausa möguleika til vaxtar og velgengni…
Fyrirlesari
Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi
Lengd fyrirlesturs
45 mín
Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.