Lífsörmögnun og samband líkamlegra sjúkdóma

Örmögnun er líklega orðin ein algengasta ástæða langvarandi veikinda starfsmanna á vinnumarkaðinum í dag.  Rannsóknir benda til að samband sé á milli örmögnunnar og hjarta-og æðasjúkdóma.

Lífsörmögnun getur því verið dauðans alvara.

Hvernig getum við hjálpast að þegar kemur að örmögnun – forvarnir, endurhæfing, íhlutun?

Lífsörmögnun og samband líkamlegra sjúkdóma

(Lífs)Örmögnun eða svokallað Vital exhaustion hefur verið mikið rannsakað í læknavísindum, sérstaklega tengt rannsóknum á mögulegum undanförum hjarta- og æðasjúkdóma. Lífsörmögnun getur því verið dauðans alvara.

Hvernig getum við hjálpast að þegar kemur að örmögnun – forvarnir, endurhæfing, íhlutun?

Í mörgum löndum í kringum okkur er ástandið örmögnun viðurkennt og fólk fær leyfi frá störfum og aðstoð lendi það í þessari aðstöðu. Hér á landi er það því miður, oftar en ella, mikil skömm sem fylgir því að örmagnast.

Skilningur innan samfélagsins er þó orðinn meiri og mun meiri vitund hefur orðið t.d. hjá atvinnurekendum þar sem örmögnun er líklega orðin algengasta ástæða langvarandi veikinda starfsmanna á vinnumarkaðinum í dag.

Úrræði hafa myndast en þau eru gjarnan “tvist og bast” og það vantar samhæfingu og þekkingu. Við eigum því töluvert langt í land þegar kemur að samstarfi atvinnurekenda, mismunandi fagaðila, meiri aðkomu heilbrigðiskerfisins, vöntun er á þverfaglegum teymum, fræðslu, og heildrænum úrræðum.

 

Hvað er í boði?

Fræðsla um lífsörmögnun og samband líkamlegra sjúkdóma. Fjallað er um forvarnirnar og skimunarlisti fyrir Örmögnun (Maastricht Questionairre) er kynntur. Um er að ræða íhlutunarmódel þróað út frá niðurstöðum rannsóknanna. Listinn byggir á spurningum í 21 liðum til þess að skima fyrir örmögnun.

 

Fyrirlesari: Dr. Eygló Guðmundsdóttir, sálfræðingur

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

Sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða panta fyrirlesturinn fyrir hópa eða vinnustað.

 

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka