Lögmálið um lífsgæðin – Jafnvægi í lífi, leik og starfi
Lærðu að upplifa jafnvægi í lífi, leik og starfi – sigraðu streituna áður en streitan tekur völdin. Fræðsla til forvarna gegn streitu og vanlíðan er fjárfesting til farsældar.
Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams.
Lögmálið um lífsgæðin – Jafnvægi í lífi, leik og starfi
Streituskólinn til frambúðar
Markmiðið er að þátttakendur geti upplifað jafnvægi í lífi, leik og starfi – sigrað streituna áður en streitan tekur völdin.
Streitutengdir sjúkdómar eru algengir í nútímasamfélagi og geta verið mjög alvarlegir ef ekki er tekið í taumana í tæka tíð. Fræðsla til forvarna gegn streitu og vanlíðan er fjárfesting til farsældar þar sem hún borgar sig 8-falt í formi betri líðanar, aukins árangurs og minni samfélagslegs kostnaðar.
Fjallað er um einkenni streitu, orsök hennar og afleiðingar. Meginstefið er hvernig hægt er að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllunum og setja upp einstaklingsmiðaða áætlun um streituvarnir til frambúðar.
Dæmi um spurningar sem svarað verður í fyrirlestrinum:
- Hver eru einkenni streitu, kulnunar og sjúklegrar streitu? Hver er munurinn?
- Hverjir eru helstu streituvaldar nútímans?
- Hverjar eru helstu viðvörunarbjöllur streitu?
- Hvernig má nýta ,,Streitukortið” til að verjast því að streitan taki völdin?
- Hverjir eru streituvaldarnir í þínu lífi og hvernig bregstu við álagi?
- Hver eru áhrifaríkustu streituráðin?
- Hvernig má öðlast jafnvægi í lífi,leik og starfi?
- Hverjar eru skyldur starfsmanna a.v. í vinnusambandinu og stjórnenda h.v.?
- Hvernig má auka sálfélagslega vinnuvernd (lögbundið) & sálrænt öryggi á vinnustað?
Vertu við stjórnvölinn. Stjórnaðu streitunni – ella stjórnar streitan þér…
Fyrirlesari
Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi
Lengd fyrirlesturs
45 mín
Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.